Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe spáir því að Arsenal verði Englandsmeistari
Mynd: EPA
Arsenal er líklegast til að verða Englandsmeistari árið 2026 en þetta segir Kylian Mbappe, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, í samtali við Bild.

Mbappe segir að þetta gæti verið ár Arsenal-manna eftir að hafa lent í öðru sæti síðustu þrjú tímabil.

„Fyrst og fremst verð ég að nefna Liverpool sem er staðráðið í að verja titilinn, en ég hef einnig mikla trú á Arsenal því kjarni liðsins hefur verið saman í svo langan tíma og það er mjög mikilvægur þáttur í fótbolta.“

„Manchester City er alltaf með í baráttunni með Pep Guardiola og Erling Haaland,“
sagði Mbappe sem var síðan beðinn um að koma með aðeins skýrara sva.

„Það er erfitt en kannski Arsenal. Kannski verður þetta árið þeirra. Það væri alla vega talsvert auðveldara að segja bara Man City eða Liverpool,“ sagði Mbappe.
Athugasemdir