
„Smá svekktur að hafa ekki unnið leikinn en virði stigið á móti góðu þróttara liði, færi á báða bóga og mér fannst við reyndar fá betri færi í seinni hálfleik til að gera út um leikinn" sagði Björgvin Karl eftir 2-2 jafntefli á útivelli gegn Þrótt.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 2 FHL
Hvernig fannst þér leikurinn spilast?
„Eins og við lögðum hann upp, við vissum í hverju þær voru góðar og náðum að loka svolítið vel á það en skildum reyndar svolítið stórt svæði á milli lína á miðjunni sem við hefðum átt að loka betur og svo þegar við komumst af stað í sókninni þá eru þær stundum svolítið hátt uppi að við náum að beita góðum skyndisóknum".
„Við gerum það og erum búin að gera það í raun í öllum leikjum og verið að svona lærdómsferli í deildinni núna í sumar, svo sagði ég nú í sjónvarpinu ég væri mikið til í að deildin væri bara að byrja núna þá væri ég í góðum málum, en hins vegar erum við í vondum málum í botninum og höfum ekki fengið nóg af stigum en samt oft spilað vel og átt góða kafla, tengdum meira saman í dag og áttum fleiri góða kafla en hefðum átt að klára þennan leik" sagði Björgin um það sem er hægt að taka úr þessum leik fyrir FHL.