Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   sun 07. september 2025 18:00
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Smá svekktur að hafa ekki unnið leikinn en virði stigið á móti góðu þróttara liði, færi á báða bóga og mér fannst við reyndar fá betri færi í seinni hálfleik til að gera út um leikinn" sagði Björgvin Karl eftir 2-2 jafntefli á útivelli gegn Þrótt.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 FHL

Hvernig fannst þér leikurinn spilast?

„Eins og við lögðum hann upp, við vissum í hverju þær voru góðar og náðum að loka svolítið vel á það en skildum reyndar svolítið stórt svæði á milli lína á miðjunni sem við hefðum átt að loka betur og svo þegar við komumst af stað í sókninni þá eru þær stundum svolítið hátt uppi að við náum að beita góðum skyndisóknum".

„Við gerum það og erum búin að gera það í raun í öllum leikjum og verið að svona lærdómsferli í deildinni núna í sumar, svo sagði ég nú í sjónvarpinu ég væri mikið til í að deildin væri bara að byrja núna þá væri ég í góðum málum, en hins vegar erum við í vondum málum  í botninum og höfum ekki fengið nóg af stigum en samt oft spilað vel og átt góða kafla, tengdum meira saman í dag og áttum fleiri góða kafla en hefðum átt að klára þennan leik" sagði Björgin um það sem er hægt að taka úr þessum leik fyrir FHL.


Athugasemdir