Selfoss í fallsæti fyrir lokaumferðina

Næstsíðustu umferð Lengjudeildartímabilsins er lokið og er ljóst að Fjölnir fellur niður um deild eftir tap gegn Þór á Akureyri.
Þór 2 - 1 Fjölnir
1-0 Clement Bayiha ('17)
1-1 Orri Þórhallsson ('45)
2-1 Sigfús Fannar Gunnarsson ('84, víti)
Lestu um leikinn: Þór 2 - 1 Fjölnir
Sigfús Fannar Gunnarsson gerði sigurmark Þórsara úr vítaspyrnu á 84. mínútu og eru Akureyringar komnir á toppinn fyrir lokaumferðina.
Þór var í þriðja sæti fyrir upphafsflautið en klifrar yfir bæði Þrótt R. og Njarðvík til að hirða toppsætið. Þróttarar og Njarðvíkingar töpuðu sínum leikjum í dag.
HK 5 - 2 Þróttur R.
1-0 Magnús Arnar Pétursson ('7)
2-0 Ívar Örn Jónsson ('49, víti)
2-1 Hlynur Þórhallsson ('66)
3-1 Jóhann Þór Arnarsson ('79)
4-1 Jóhann Þór Arnarsson ('85)
4-2 Njörður Þórhallsson ('87)
5-2 Jóhann Þór Arnarsson ('90)
Lestu um leikinn: HK 5 - 2 Þróttur R.
Þróttur steinlá á útivelli gegn HK í leik þar sem Jóhann Þór Arnarsson kom inn af bekknum og skoraði þrennu á þeim 20 mínútum sem hann fékk að spreyta sig. Jóhann gerði herslumuninn þar sem lokatölur urðu 5-2 fyrir HK.
Gífurlega dýrmætur sigur fyrir HK sem nægir núna eitt stig í lokaumferðinni til að tryggja sér þátttöku í úrslitakeppni Lengjudeildarinnar.
Þróttur tekur á móti Þór í mögulegum titilslag í lokaumferðinni.
Keflavík 2 - 1 Njarðvík
1-0 Eiður Orri Ragnarsson ('70)
2-0 Marin Mudrazija ('74)
2-1 Oumar Diouck ('94)
Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 1 Njarðvík
Njarðvík tapaði þá Ljósanæturslagnum í Keflavík og situr í þriðja sæti. Eina leiðin fyrir Njarðvík til að vinna deildina er að vonast eftir jafntefli í úrslitaleik Þróttar gegn Þór. Njarðvíkingar gætu þá tryggt sér titilinn með sigri á heimavelli gegm Grindavík í öðrum nágrannaslag.
Sigurinn er dýrmætur fyrir Keflvíkinga sem eiga enn möguleika á að blanda sér í úrslitakeppnina með sigri í lokaumferðinni. Keflavík þarf þó sigur gegn bandbrjáluðum Selfyssingum sem vilja ekki falla niður um deild.
Leiknir R. 2 - 0 Selfoss
1-0 Kári Steinn Hlífarsson ('33)
2-0 Þorsteinn Emil Jónsson ('57)
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 0 Selfoss
Selfoss er í fallsæti eftir tap í erfiðum fallbaráttuslag gegn Leikni R. Selfossi gæti nægt jafntefli í lokaumferðinni ef Leiknismenn tapa sínum slag. Aftur á móti gæti sigur ekki nægt Selfyssingum ef liðin þrjú í næstu sætum fyrir ofan sigra líka.
Kári Steinn Hlífarsson og Þorsteinn Emil Jónsson sáu um að skora mörkin í sitthvorum hálfleik. Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn í sóknarlínu Selfyssinga.
Fylkir 1 - 2 Völsungur
1-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('26)
1-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('74)
1-2 Gestur Aron Sörensson ('76)
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 2 Völsungur
Völsungur tryggði sæti sitt í Lengjudeildinni með sigri á útivelli gegn Fylki, sem er enn í fallbaráttu fyrir lokaumferðina. Þar leiddu Árbæingar í hálfleik en Húsvíkingar snéru stöðunni við í seinni hálfleik og unnu 1-2.
Elfar Árni Aðalsteinsson og Gestur Aron Sörensson leiddu endurkomu Völsungs.
Grindavík 3 - 1 ÍR
0-1 Renato Punyed Dubon ('20)
1-1 Adam Árni Róbertsson ('33)
2-1 Adam Árni Róbertsson ('43)
3-1 Manuel Gavilan Morales ('54)
Lestu um leikinn: Grindavík 3 - 1 ÍR
Að lokum skoraði Adam Árni Róbertsson tvennu í flottum sigri Grindavíkur gegn ÍR. Stigin hjálpa Grindavík í fallbaráttunni á meðan ÍR missti hér af tækifæri til að vera með í titilbaráttunni í lokaumferðinni.
ÍR þarf núna í það minnsta jafntefli til að tryggja sér umspilssæti, á meðan Grindavík gæti þurfað sigur til að forðast fall í gríðarlega spennandi lokaumferð.
Athugasemdir