Það var tveimur leikjum að ljúka í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM á næsta ári, þar sem Holland lenti í erfiðleikum í Litháen.
Sterkt landslið Hollands komst í tveggja marka forystu með mörkum frá Memphis Depay og Quinten Timber, en heimamenn í Litháen náðu að jafna metin fyrir leikhlé.
Gvidas Gineitis og Edvinas Girdvainis skoruðu mörkin. Fyrst skoraði Gineitis með skoti af vítateigslínunni áður en Girdvainis jafnaði með skalla eftir aukaspyrnu.
Memphis tók forystuna á ný fyrir Holland á 64. mínútu eftir undirbúning frá Denzel Dumfries og reyndist það vera sigurmarkið. Memphis er þar með orðinn markahæsti leikmaður í sögu hollenska landsliðsins.
Lokatölur 2-3 fyrir Holland sem er með 10 stig eftir fjórar umferðir í undankeppninni.
Hollendingar eru með þriggja stiga forystu á Pólland og Finnland sem mætast í innbyrðisviðureign í kvöld.
Norður-Makedónía rúllaði þá yfir Liechtenstein til að taka toppsæti J-riðils. Makedónar eiga 11 stig eftir 5 umferðir, einu stigi meira heldur en Wales. Þeir geta þó misst toppsætið til Belgíu sem á tvo leiki til góða.
Litháen 2 - 3 Holland
0-1 Memphis Depay ('11 )
0-2 Quinten Timber ('33 )
1-2 Gvidas Gineitis ('36 )
2-2 Edvinas Girdvainis ('43 )
2-3 Memphis Depay ('64 )
Norður-Makedónía 5 - 0 Liechtenstein
1-0 Eljif Elmas ('15 )
2-0 Enis Bardhi ('52 )
3-0 Darko Churlinov ('56 )
4-0 Lirim Qamili ('82 )
5-0 Luka Stankovski ('90 )
Athugasemdir