Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 10:17
Elvar Geir Magnússon
Fengum skell síðast þegar sá portúgalski dæmdi
Icelandair
Jón Dagur ekki sammála António Nobre.
Jón Dagur ekki sammála António Nobre.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalskir dómarar verða starfandi á Prinsavöllum á þriðjudagskvöld þegar Frakkland og Ísland eigast við í undankeppni HM.

António Nobre verður aðaldómari leiksins en hann dæmdi 4-1 sigur Wales gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fyrra. Ísland komst yfir í leiknum en svo hrundi allt saman í Cardiff.

Nobre hafði í nægu að snúast í þeim leik og gaf Craig Bellamy þjálfara Wales og Davíð Snorra Jónassyni aðstoðarþjálfara Íslands áminningar.

Þess má svo geta að það verða danskir dómarar á U21 landsleik Eistlands og Íslands sem fram fer á morgun. Mikkel Redder er aðaldómari leiksins.

Frakkland - Ísland
Dómari: António Nobre POR
Aðstoðardómari 1: Pedro Ribeiro POR
Aðstoðardómari 2: Nelson Pereira POR
4ði dómari: Miguel Nogueira POR
VAR dómari: André Narciso POR
Aðstoðar VAR: Fábio Oliveira Melo POR
Athugasemdir
banner
banner