Austurríki spilaði við Kýpur í forkeppni Evrópuþjóða fyrir HM í gærkvöldi og skóp nauman sigur eftir furðu jafnan leik.
Marcel Sabitzer gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik, en heilt yfir voru gestirnir frá Kýpur sterkara liðið.
Leikurinn var nokkuð skemmtilegur en það varð smá töf á þegar fylla þurfti í furðu stóra holu sem myndaðist á vellinum.
Myndband af holunni má sjá hér fyrir neðan, en það er heppilegt að enginn leikmaður hafi óvart stigið í hana. Stórhættuleg hola.
Atvikið hefur vakið mikla athygli þar sem leikurinn fór fram á Raiffeisen Arena í Linz sem var endurnýjaður fyrir fimm árum síðan, eftir að hafa verið vígður upprunalega árið 1973.
A hole opens up during Austria against Cyprus
byu/Roccet_MS insoccer
Athugasemdir