
Það er búið að leggja upp fyrir svakalega lokaumferð í Lengjudeildinni næsta laugardag! Það voru magnaðir leikir í 21. umferðinni og hér er lið umferðarinnar.
LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Jóhann Þór Arnarsson kom inn af bekknum hjá HK á 73. mínútu. Hann skoraði svo þrennu með mörkum á 79., 85., og 90. mínútu í 5-2 sigri HK í Kórnum, gegn liðinu sem var á toppnum. Alvöru innkoma. Þessi 23 ára sóknarmaður er leikmaður umferðarinnar í annað sinn í sumar.
LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Jóhann Þór Arnarsson kom inn af bekknum hjá HK á 73. mínútu. Hann skoraði svo þrennu með mörkum á 79., 85., og 90. mínútu í 5-2 sigri HK í Kórnum, gegn liðinu sem var á toppnum. Alvöru innkoma. Þessi 23 ára sóknarmaður er leikmaður umferðarinnar í annað sinn í sumar.

Hermann Hreiðarsson er þjálfari umferðarinnar og Ívar Örn Jónsson er annar fulltrúi HK í liði umferðarinnar. HK-ingar eru hársbreidd frá því að tryggja sér umspilssæti.
Þróttur féll niður í annað sætið en mun í lokaumferðinni taka á móti toppliði Þórs í úrslitaleik um efsta sætið. Þór vann nauman 2-1 sigur gegn Fjölni þar sem Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði sigurmarkið og Kristófer Kristjánsson var valinn maður leiksins. Fjölnismenn eru fallnir.
Njarðvíkingar eru í þriðja sæti en ef þeir vinna Grindavík í lokaumferðinni geta þeir náð toppsætinu ef leikur Þróttar og Þórs endar með jafntefli. Njarðvík tapaði 2-1 í grannaslagnum gegn Keflavík og eiga Keflvíkingar enn von um umspilssæti. Nacho Heras og Frans Elvarsson eru fulltrúar Keflavíkur í liði umferðarinnar.
Grindavík vann óvæntan og mikilvægan sigur gegn ÍR 3-1 þar sem Adam Árni Róbertsson átti stórleik, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.
Fylkismenn eru enn í fallhættu, eftir 1-2 tap gegn Völsungi sem hefur tryggt áframhaldandi veru í deildinni. Gestur Aron Sörensson skoraði sigurmark Húsvíkinga.
Þá vann Leiknir 2-0 sigur gegn Selfossi í fallbaráttuslag. Breiðhyltingar komu sér upp úr fallsæti og sendu Selfyssinga þangað í staðinn. Ólafur Íshólm Ólafsson var maður leiksins, Kári Steinn Hlífarsson skoraði fyrra mark Leiknis og fyrirliðinn Daði Bærings Halldórsson átti öflugan leik.
Fyrri úrvalslið:
20. umferð - Liam Daði Jeffs (Þróttur)
19. umferð - Yann Emmanuel Affi (Þór)
18. umferð - Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór)
17. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Leiknir)
16. umferð - Adam Árni Róbertsson (Grindavík)
15. umferð - Hrafn Tómasson (Þróttur)
14. umferð - Jakob Héðinn Róbertsson (Völsungur)
13. umferð - Einar Freyr Halldórsson (Þór)
12. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
11. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
10. umferð - Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
9. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
8. umferð - Óðinn Bjarkason (ÍR)
7. umferð - Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
6. umferð - Ívar Arnbro Þórhallsson (Völsungur)
5. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 21 | 13 | 3 | 5 | 49 - 30 | +19 | 42 |
2. Þróttur R. | 21 | 12 | 5 | 4 | 42 - 35 | +7 | 41 |
3. Njarðvík | 21 | 11 | 7 | 3 | 47 - 25 | +22 | 40 |
4. HK | 21 | 11 | 4 | 6 | 42 - 29 | +13 | 37 |
5. ÍR | 21 | 10 | 7 | 4 | 37 - 25 | +12 | 37 |
6. Keflavík | 21 | 10 | 4 | 7 | 49 - 38 | +11 | 34 |
7. Völsungur | 21 | 7 | 4 | 10 | 36 - 48 | -12 | 25 |
8. Grindavík | 21 | 6 | 3 | 12 | 38 - 58 | -20 | 21 |
9. Fylkir | 21 | 5 | 5 | 11 | 32 - 31 | +1 | 20 |
10. Leiknir R. | 21 | 5 | 5 | 11 | 22 - 39 | -17 | 20 |
11. Selfoss | 21 | 6 | 1 | 14 | 24 - 40 | -16 | 19 |
12. Fjölnir | 21 | 3 | 6 | 12 | 31 - 51 | -20 | 15 |
Athugasemdir