Franski varnarmaðurinn Presnel Kimpembe er farinn frá Paris Saint-Germain og genginn í raðir Qatar Sports Club í Katar.
Kimpembe eyddi tuttugu árum hjá PSG og var mikill leiðtogi í klefanum.
Síðustu ár hefur hann glímt við erfið meiðsli og reynst honum erfitt að koma sér aftur í liðið.
Hann er nú farinn til Qatar Sports Club í Katar en þetta er staðfest á heimasíðu PSG.
Eigendur PSG hafa eflaust hjálpað honum að finna sér nýtt félag, en PSG er í eigu QSI (Qatar Sports Investment) og í raun í eigu emírsins af Katar, Tamim bin Hamad Al Thani. Eigandi Qatar Sports Club er bæði frændi og tengdapabbi emírsins.
Qatar SC er í öðru sæti stjörnudeildarinnar í Katar með níu stig af níu mögulegum.
Presnel Kimpembe s’engage au Qatar Sports Club dans le cadre d’un transfert définitif.
— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 7, 2025
Enfant de la région parisienne, Titi, capitaine et leader, Presnel Kimpembe restera pour toujours un joueur majeur dans l’histoire du Paris Saint-Germain. ??????
Athugasemdir