Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 18:37
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Nýr framherji Wolves tryggði lífsnauðsynlegan sigur
Mynd: Wolves
Nígería 1 - 0 Rúanda
1-0 Tolu Arokodare ('51)

Toluwalase Emmanuel Arokodare, nýr framherji Wolves í enska boltanum, kom inn af bekknum í hálfleik og skoraði eina markið í dýrmætum sigri Nígeríu í forkeppni Afríkuþjóða fyrir HM í dag.

Nígería rétt marði Rúanda 1-0 og þurfti nauðsynlega á sigri að halda eftir slakt gengi hingað til í forkeppninni.

Nígería klifrar yfir Rúanda á stöðutöflunni með sigrinum. Nígeríubúar eru komnir með 10 stig eftir 7 umferðir, tveimur stigum meira heldur en Rúanda.

Nígería er þó aðeins í þriðja sæti riðilsins. Suður-Afríka trónir á toppinum og er hársbreidd frá því að tryggja sér farmiða beint á HM, en Nígería þarf að komast uppfyrir Benín og í annað sætið til að eiga möguleika.

Stjörnum prýtt landslið Nígeríu þarf helst að sigra síðustu þrjá leiki riðlakeppninnar til að komast á HM.

Victor Osimhen, Ademola Lookman, Alex Iwobi, Calvin Bassey, Ola Aina og Wilfred Ndidi voru meðal byrjunarliðsmanna Nígeríu í dag.

Christantus Uche og Samuel Chukwueze, leikmenn Crystal Palace og Fulham, voru ónotaðir varamenn.
Athugasemdir
banner