Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus borgaði 25 milljónir fyrir liðsfélaga Hákons
Zhegrova gerir fimm ára samning við Juventus. Hann kom að 44 mörkum í 107 leikjum með Lille.
Zhegrova gerir fimm ára samning við Juventus. Hann kom að 44 mörkum í 107 leikjum með Lille.
Mynd: EPA
Ítalska stórveldið Juventus nældi sér í kantmanninn Edon Zhegrova á gluggadegi. Hann var mikilvægur hlekkur í spennandi liði Lille þar sem hann lék með Hákoni Arnari Haraldssyni á síðustu leiktíð.

Zhegrova er 26 ára gamall landsliðsmaður Kósovó og kostar um 25 milljónir evra. Hann fær treyju númer 11 hjá Juventus.

Zhegrova er fenginn til að fylla í skarðið fyrir Nicolás González sem var sendur til Atlético Madrid á lánssamningi.

Hann mun berjast við Francisco Conceicao um byrjunarliðssæti úti á hægri kanti.

Juve styrkti hópinn sinn í sumar þar sem Loïs Openda kom á lánssamningi frá RB Leipzig og Jonathan David var fenginn frítt frá Lille. Juve fékk því tvo leikmenn til sín úr röðum Lille.
Athugasemdir
banner