Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Thiago snýr aftur í þjálfarateymi Barcelona
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spánverjinn Thiago Alcantara er kominn aftur í þjálfarateymi Barcelona en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Thiago lagði skóna á hilluna á síðasta ári eftir að hafa spilað fyrir Liverpool, Barcelona, Bayern München.

Síðasta sumar aðstoðaði hann Hansi Flick tímabundið, en hann er nú kominn til að vera.

Romano segir að Barcelona hafi náð samkomulagi við Thiago um að fá hann aftur inn í þjálfarateymið.

Ef allt gengur að óskum mun hann mæta til starfa í næstu viku.

Thiago er sonur Mazinho sem varð heimsmeistari með Brasilíu árið 1994. Yngri bróðir Thiago, Rafinha, er einnig atvinnumaður en hann hefur spilað fyrir Barcelona, Inter Milan og Paris Saint-Germain á ferlinum og var síðast á mála hjá Al Arabi í Katar. Hann á tvo landsleiki og eitt mark fyrir Brasilíu. Báðir fóru í gegnum akademíuna hjá Börsungum.
Athugasemdir
banner