Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Emi Martínez stefnir á að flytja í janúar
Mynd: EPA
Argentínski landsliðsmarkvörðurinn Emiliano Martínez var næstum búinn að skipta um félag í sumar, en varð að lokum eftir hjá Aston Villa.

Martínez virtist vera á leið til Manchester United, en félagið keypti frekar Senne Lammens úr röðum Royal Antwerp í Belgíu.

   01.09.2025 11:08
Man Utd velur Lammens fram yfir Martinez


The Athletic greinir frá því að Martínez mun vera partur af liði Aston Villa í vetur þrátt fyrir að vilja skipta um félag. Hann er samningsbundinn félaginu til 2029.

Villa krækti í Marco Bizot í sumar og mun hann veita Martínez samkeppni um byrjunarliðssæti.

Enskir fjölmiðlar telja líklegt að Martínez vilji skipta um félag sem fyrst og að hann stefni á að flytja sig um set í janúar.
Athugasemdir
banner