Leicester City er búið að staðfesta komu Fran Vieites til félagsins á frjálsri sölu frá Real Betis.
Vieites er fenginn til að hjálpa við að fylla í skarðið sem Mads Hermansen skilur eftir með félagaskiptum sínum til West Ham United.
Vieites er 26 ára gamall og lék 20 leiki á tveimur árum í Betis. Hann mun berjast við Jakub Stolarczyk um byrjunarliðssæti í Leicester, en 38 ára gamall Asmir Begovic er einnig partur af hópnum.
Vieites gerir tveggja ára samning við Leicester en hann varði mark Betis í átta leikjum í Sambandsdeildinni á síðustu leiktíð. Þar fór Betis alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar gegn Chelsea.
Vieites varði mark liðsins í útsláttarkeppninni en var ekki notaður í úrslitaleiknum. Adrián var á milli stanganna og fékk fjögur mörk á sig gegn Chelsea.
Vieites meiddist undir lok síðustu leiktíðar og var tæpur fyrir úrslitaleikinn. Þess vegna tók hann ekki þátt.
Vieites segist vera mjög spenntur fyrir verkefninu hjá Leicester og vonast til að vinna sér inn fast sæti sem aðalmarkvörður liðsins.
Welcome to Leicester City, Francisco Vieites! ???? ????
— Leicester City (@LCFC) September 6, 2025
Athugasemdir