
Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri vann frábæran 2-1 endurkomusigur á Sameinuðu arabísku furstadæmunum á æfingamóti í Slóveníu í dag.
Strákarnir áttu flotta spilkafla í fyrri hálfleiknum en vantaði aðeins upp á herslumuninn.
Í þeim síðari voru það andstæðingarnir sem tóku forystuna er Mamadou Diallo slapp í gegn og lagði boltann snyrtilega í netið.
Íslenska liðið brást frábærlega við markinu. Jöfnunarmarkið kom nokkrum mínútum síðar eftir hornspyrnu. Tómas Óli Kristjánsson spyrnti henni inn á teiginn og var markvörðurinn í stökustu vandræðum.
Hann varði boltann í þverslá áður en Gunnar Orri Olsen setti boltann inn fyrir línuna.
Daníel Ingi Jóhannesson, fyrirliði landsliðsins, skoraði síðan sigurmarkið með laglegu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá vinstri vængnum.
Ísland mætir Kasakstan í síðasta leiknum í riðlinum á þriðjudag.
Athugasemdir