Ítalska stórveldið Juventus krækti í Loïs Openda á lánssamningi frá RB Leipzig á lokadegi sumargluggans.
Það fylgir kaupskylda með lánssamningnum, sem virkjast ef ákveðnum ákvæðum verður mætt.
Juve borgar um 4 milljónir evra fyrir lánssamninginn og mun kaupskylda fyrir um 40 milljónir til viðbótar virkjast ef liðið endar í Meistaradeildarsæti næsta vor.
Juve krækti einnig í Edon Zhegrova og Jonathan David í sumar til að styrkja sóknarlínuna sína fyrir komandi átök.
Openda og David eru fjölhæfir sóknarmenn sem geta einnig leikið úti á kanti en búast má við því að Dusan Vlahovic fái talsvert minni spiltíma en áður sem fremsti sóknarmaður liðsins.
Openda er 25 ára Belgi sem kom að 24 mörkum í 45 leikjum með Leipzig á síðustu leiktíð.
Athugasemdir