Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Onana fær launahækkun við skiptin
Andre Onana.
Andre Onana.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kamerúnski markvörðurinn Andre Onana er að ganga í raðir tyrkneska félagsins Trabzonspor á láni frá Manchester United.

Rúben Amorim, stjóri Man Utd, hefur verið með Onana á bekknum í fyrstu þremur deildarleikjum tímabilsins.

The Athletic sagði frá því í síðustu viku að Amorim hefði verið ósáttur þegar Onana bað um launahækkun í sumar þrátt fyrir að hafa verið arfaslakur á síðustu leiktíð.

Núna segir Fabrizio Romano að Onana muni fá launahækkun við skipti sín til Tyrklands.

Trabzonspor mun sjá um að borga hinum 29 ára gamla Onana laun en ásamt því mun hann fá ákveðna upphæð fyrir að skrifa undir og aðra bónusa.

Onana hefur spilað einn leik með Man Utd á þessu tímabili en það var gegn Grimsby í deildabikarnum. Hann var vægast sagt slakur í þeim leik.

Athugasemdir
banner