Bandaríkin 0 - 2 Suður-Kórea
0-1 Son Heung-min ('18)
0-2 Lee Dong-gyeong ('43)
0-1 Son Heung-min ('18)
0-2 Lee Dong-gyeong ('43)
Son Heung-min, sem skipti í sumar yfir til Los Angeles FC í bandarísku MLS deildinni, skein skært í æfingalandsleik í gærkvöldi.
Son var í byrjunarliði Suður-Kóreu gegn Bandaríkjunum og skoraði fyrsta mark leiksins eftir átján mínútur. Hann lagði svo upp næsta mark skömmu fyrir leikhlé og var ekki meira skorað í leiknum. Lokatölur 0-2 fyrir Kóreu.
Kim Min-jae, miðvörður FC Bayern, var einnig í byrjunarliði Kóreu á meðan Lee Kang-in, kantmaður PSG, kom inn af bekknum.
Josh Sargent, Christian Pulisic, Timothy Weah og Tyler Adams voru meðal byrjunarliðsmanna í liði Bandaríkjanna, með Folarin Balogun og Chris Richards meðal varamanna.
Athugasemdir