Georgía 3 - 0 Búlgaría
1-0 Khvicha Kvaratskhelia ('30 )
2-0 Nika Gagnidze ('44 )
3-0 Georges Mikautadze ('65 )
1-0 Khvicha Kvaratskhelia ('30 )
2-0 Nika Gagnidze ('44 )
3-0 Georges Mikautadze ('65 )
Georgía landaði fyrsta sigri sínum í undankeppni HM er það vann nokkuð þægilegan 3-0 sigri á Búlgaríu í Tbilisi í dag.
Georgíumenn eru með marga öfluga leikmenn innanborðs og þá sérstaklega í sóknarstöðunum og þurfi því varnarleikur Búlgara að vera flekklaus í dag, en stressið tók yfir og hægt að skrifa öll mörkin á einstaklingsmistök.
Evrópumeistarinn Khvicha Kvaratskhelia skoraði á 30. mínútu er hann hljóp inn í slaka sendingu til baka og skoraði með góðu skoti áður en Nika Gagnidze gerði annað markið eftir að varnarmaður Búlgara missti boltann frá sér.
Þriðja markið gerði framherjinn Georges MIkautadze. Heimamenn áttu skot sem markvörður Búlgara missti út í teiginn á MIkautadze sem þakkaði fyrir gjöfina og setti boltann í netið.
Öruggt og þægilegt hjá Georgíu sem er í öðru sæti E-riðils með 3 stig, eins og Spánverjar sem eru á toppnum. Búlgaría er án stiga í neðsta sæti eftir tvo leiki.
Athugasemdir