Manchester United er að skoða það að fá ítalska miðjumanninn Marco Verratti í næsta félagaskiptaglugga. Spænski miðillinn Fichajes segir frá.
Fótboltaáhugamenn þekkja vel til Verratti eftir tíma hans hjá franska félaginu Paris Saint-Germain, en hann hefur svolítið gleymst í umræðunni eftir að hann flutti til Katar.
Verratti spilaði í ellefu ár með PSG og var titlaður sem einn af bestu varnarsinnuðu miðjumönnum heims áður en hann ákvað að halda í hitann til Katar.
Hann gekk í raðir Al Arabi árið 2023 og skipti síðan yfir í Al-Duhail í sumar.
Fichajes segir að Man Utd sé að horfa til hans fyrir janúargluggann með von um að geta styrkt miðsvæðið.
Talið er að Verratti sé mjög áhugasamur um að fara í enska boltann.
Verratti, sem er 32 ára gamall, á 55 A-landsleiki með Ítalíu, en ekki spilað fyrir þjóð sína síðan hann fór frá PSG.
Athugasemdir