Julian Nagelsmann landsliðsþjálfari Þýskalands segist ekki óttast að missa starf sitt eftir slaka frammistöðu í 2-0 tapi gegn Slóvakíu á fimmtudagskvöldið.
Þjóðverjar tóku ekki vel í tapið er þjóðirnar mættust í fyrstu umferð í forkeppni fyrir HM á næsta ári. Þeir eru einnig með Norður-Írlandi og Lúxemborg í riðli sem lítur þægilega út á pappír.
Þýskaland tapaði gegn Portúgal og Frakklandi í Þjóðadeildinni í júní og vonuðust landsmenn eftir sigri gegn Slóvakíu í gær en urðu fyrir miklum vonbrigðum.
Þjóðverjar eiga heimaleik gegn Norður-Írum annað kvöld.
„Það er aldrei gott að vera hræddur," sagði Nagelsmann á fréttamannafundi í dag. „Ég er ennþá hugrakkur og vill vinna alla leiki. Við munum gera okkar besta á morgun.
„Liðið er mikilvægara heldur en ég. Ég held að við munum standa okkur betur á morgun heldur en við gerðum á fimmtudaginn."
04.09.2025 21:54
Sögulegt tap hjá Þjóðverjum - Nagelsmann gagnrýndi liðið
Athugasemdir