
Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki Íslands gegn Aserbaídsjan á dögunum. Hann verður líklega í markinu líka gegn Frakklandi á morgun.
Elías er í baráttu við Hákon Rafn Valdimarsson um sæti í liðinu en Hákon Rafn hefur byrjað flesta keppnisleiki undanfarin misseri og verið aðalmarkvörður liðsins. Hákon er hins vegar varamarkvörður Brentford í Englandi og spilar lítið á meðan Elías er aðalmarkvörður Midtjylland í Danmörku.
Elías er í baráttu við Hákon Rafn Valdimarsson um sæti í liðinu en Hákon Rafn hefur byrjað flesta keppnisleiki undanfarin misseri og verið aðalmarkvörður liðsins. Hákon er hins vegar varamarkvörður Brentford í Englandi og spilar lítið á meðan Elías er aðalmarkvörður Midtjylland í Danmörku.
„Arnar (Gunnlaugsson) talaði um það á Ölver að það hefði verið gríðarleg ánægja með Skotlandsleikinn í sumar. Þetta var eiginlega bara sama byrjunarlið og á móti Skotum," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
„Það sýnir bara hvað allir leikir í landsliðinu skipta miklu máli," sagði Valur Gunnarsson. „Elías var maður leiksins gegn Skotum og byrjar þessa undankeppni."
Skrefið í ensku úrvalsdeildina hefur ekki hjálpað Hákoni í landsliðinu.
„Pældu í því að taka þessa ákvörðun og fara í ógeðslega flott lið í Premier League sem Hákon gerir þegar hann fer í Brentford. Ég man ekki hvað við tókum marga þætti í röð að tala um næstu 15 árin með Hákon í markinu. Úr Hannesi í Hákon. Núna er hann bara out," sagði Tómas Þór Þórðarson.
„Auðvitað er geðveikt að vera í Premier League og detta inn við og við. En eins og í sumar þá fer markvörðurinn og þá heldurðu kannski að þinn tími sé kominn. Nei, Caoimhin Kelleher er mættur," sagði Tómas en þetta er svekkjandi staða fyrir Hákon.
„Þetta er bara líf markvarðarins," sagði Elvar Geir Magnússon.
Athugasemdir