Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 13:33
Elvar Geir Magnússon
U21 þjálfari Asera stýrir gegn Úkraínu
Úr leik Íslands og Aserbaídsjan.
Úr leik Íslands og Aserbaídsjan.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fótboltasamband Aserbaídsjan hefur tilkynnt að U21 landsliðsþjálfarinn Aykhan Abbasov muni stýra liðinu í heimaleiknum gegn Úkraínu í undankeppni HM sem fram fer á morgun.

Eins og greint var frá um helgina var Fernando Santos látinn taka pokann sinn eftir 5-0 tapið gegn Íslandi en liðið vann ekki neinn af þeim ellefu leikjum sem hann stýrði því.

Santos er portúgalskur og gerði Portúgal að Evrópumeistara 2016 en hefur ekki vegnað vel í starfi síðustu ár.

Fjölmiðlamenn voru bálreiðir eftir tapið á Íslandi og þjörmuðu að Santos á fréttamannafundi eftir leikinn.
Athugasemdir