Ryan Giggs virðist vera á svarta listanum þegar kemur að heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar.
Heiðurshöllin var stofnuð 2020 og síðan þá hafa 22 leikmenn og tveir stjórar verið teknir inn í hana.
Heiðurshöllin var stofnuð 2020 og síðan þá hafa 22 leikmenn og tveir stjórar verið teknir inn í hana.
Í dag var gefinn út 15 manna listi yfir leikmenn sem koma til greina í heiðurshöllina í ár. Tveir af þessum 15 komast inn í hana.
Giggs er ekki á listanum. Það er athyglisvert í ljósi þess að hann vann ensku úrvalsdeildina 13 sinnum með Manchester United og á flestar stoðsendingar í sögu deildarinnar, 162 talsins.
Hann hefur aldrei verið tilnefndur en Daily Mail vekur athygli á þessu. Það má alveg gera ráð fyrir því að það tengist hegðun hans utan vallar. Hann hélt fram hjá eiginkonu sinni í mörg ár með eiginkonu bróður síns og var svo árið 2020 handtekinn og ásakaður um að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína og systur hennar.
Giggs neitaði alltaf sök en kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í máli hans. Rétta átti aftur yfir honum en fyrrum kærasta hans, Kate Greville, vildi ekki taka þátt í því og þess vegna var ekki dæmt í málinu.
Giggs starfar í dag sem yfirmaður fótboltamála hjá Salford City.
Athugasemdir