Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
   lau 08. október 2022 17:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kom Birki bæði og á óvart - „Hann átti alveg skilið að byrja"
Birkir átti góða innkomu í dag.
Birkir átti góða innkomu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson byrjaði á varamannabekknum hjá Val í dag þegar liðið mætti KR í Bestu deild karla. Heiðar Ægisson byrjaði í hægri bakverðinum eftir að hafa leyst þá stöðu í fjarveru Birkis sem tók út leikbann gegn Víkingi í síðustu umferð.

Birkir ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Valur

„Bæði og bara. Heiðar stóð sig ágætlega í síðasta leik, með stoðsendingu og leikurinn var góður í 70 mínútur á móti Víkingunum. Þannig hann átti alveg skilið að byrja. En maður er alltaf ósáttur að sitja á bekknum."

Birkir kom sér sjálfur í færi eftir að hann kom inn á í seinni hálfleik og lagði upp færi fyrir liðsfélaga sína. Ánægður með innkomuna?

„Já, bara hefði viljað fleiri mörk, fannst eins og ég hefði getað lagt upp allavegana tvö mörk og skorað eitt mögulega. Það hefði verið fínt að setja allavegana eitt af þessu. Það er bara eins og gengur og gerist, stundum skoraru og stundum ekki. Í fullkomnum heimi hefðu þeir skorað allavega tvö."

Valur er í fimmta sæti deildarinnar og getur hæst endað í fjórða sæti úr þessu.

„Við þurfum að reyna klifra aftur eins langt og við getum, ná þessu fjórða sæti. Það er það besta sem við getum náð og það hlýtur að vera markmiðið. Því hærra því betra," sagði Birkir.

Í viðtalinu sem má sjá í heild sinni ræddi Birkir um samningsmál sín og umræðu í Stúkunni í vikunni.
Athugasemdir
banner