Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   lau 08. október 2022 17:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kom Birki bæði og á óvart - „Hann átti alveg skilið að byrja"
Birkir átti góða innkomu í dag.
Birkir átti góða innkomu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson byrjaði á varamannabekknum hjá Val í dag þegar liðið mætti KR í Bestu deild karla. Heiðar Ægisson byrjaði í hægri bakverðinum eftir að hafa leyst þá stöðu í fjarveru Birkis sem tók út leikbann gegn Víkingi í síðustu umferð.

Birkir ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Valur

„Bæði og bara. Heiðar stóð sig ágætlega í síðasta leik, með stoðsendingu og leikurinn var góður í 70 mínútur á móti Víkingunum. Þannig hann átti alveg skilið að byrja. En maður er alltaf ósáttur að sitja á bekknum."

Birkir kom sér sjálfur í færi eftir að hann kom inn á í seinni hálfleik og lagði upp færi fyrir liðsfélaga sína. Ánægður með innkomuna?

„Já, bara hefði viljað fleiri mörk, fannst eins og ég hefði getað lagt upp allavegana tvö mörk og skorað eitt mögulega. Það hefði verið fínt að setja allavegana eitt af þessu. Það er bara eins og gengur og gerist, stundum skoraru og stundum ekki. Í fullkomnum heimi hefðu þeir skorað allavega tvö."

Valur er í fimmta sæti deildarinnar og getur hæst endað í fjórða sæti úr þessu.

„Við þurfum að reyna klifra aftur eins langt og við getum, ná þessu fjórða sæti. Það er það besta sem við getum náð og það hlýtur að vera markmiðið. Því hærra því betra," sagði Birkir.

Í viðtalinu sem má sjá í heild sinni ræddi Birkir um samningsmál sín og umræðu í Stúkunni í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner