West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
banner
   mið 08. október 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Himinlifandi að Láki haldi áfram með ÍBV - „Ég var efins"
'g er himinlifandi að hann verði áfram og hef fulla trú á því að hann komi Eyjaliðinu á þann stað sem það á heima á'
'g er himinlifandi að hann verði áfram og hef fulla trú á því að hann komi Eyjaliðinu á þann stað sem það á heima á'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hann hefur líka sýnt mér hvernig ég á að vera sóknarlega, hvernig ég get meitt andstæðinginn áður en ég fæ boltann'
'Hann hefur líka sýnt mér hvernig ég á að vera sóknarlega, hvernig ég get meitt andstæðinginn áður en ég fæ boltann'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í vikunni var greint frá því að Þorlákur Árnason yrði áfram með lið ÍBV en hann hefur gert flotta hluti með liðið á sínu fyrsta ári sem þjálfari þess. ÍBV var spáð falli en er öruggt með sæti í deildinni að ári þegar tvær umferðir eru eftir.

Láki, eins og Þorlákur er kallaður, er klárlega einn af þjálfurum ársins í Bestu deildinni.

Fótbolti.net ræddi við Oliver Heiðarsson, leikmann ÍBV, og var hann spurður út í þjálfarann.

Hvernig hefur verið að vinna með Láka?

„Ég er mjög ánægður með samstarfið. Ég get alveg sagt það að ég vissi ekki mikið um hann þegar hann tók við, þannig ég var efins, en hann hefur komið mér gríðarlega á óvart. Hann setti mjög mikið traust á mig, hjálpaði mér að þróa leikinn minn, sýndi mér hluti sem ég vissi ekki og hafa bætt leikinn minn. Ég er himinlifandi að hann verði áfram og hef fulla trú á því að hann komi Eyjaliðinu á þann stað sem það á heima á."

„Hann hefur hjálpað mér með staðsetningar, hvernig ég á að staðsetja mig í varnarleik, hvar ég á að vera í pressu. Hann hefur líka sýnt mér hvernig ég á að vera sóknarlega, hvernig ég get meitt andstæðinginn áður en ég fæ boltann."

„Ég var efins af því ég vissi ekki hvernig hann myndi leggja upp leikinn og hvar hann sæi mig þannig séð af því ég þekkti ekki til hans. Maður heyrir hluti um menn áður en maður kynnist þeim, maður á aldrei að dæma einhvern áður en maður kynnist honum. Ég var smá búinn að gera það áður en ég ákvað að kynnast honum fyrst áður en ég myndi dæma hann. Ég hef bara góða hluti um Láka að segja,"
segir sóknarmaðurinn Oliver sem heldur til Króatíu að tímabilinu loknu og mun spila með NK Lokomotiva Zagreb á nýju ári.
Athugasemdir
banner