Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fös 08. nóvember 2024 19:47
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars að taka við HK
Lengjudeildin
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson er að taka við HK en þetta fullyrðir Kristján Óli Sigurðsson hlaðvarpsstjórnandi Þungavigtarinnar á X samfélagsmiðlinum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net ræddi Hermann einnig við Gróttu en gaf félaginu afsvar.

Hermann stýrði ÍBV upp í Bestu deildina á liðnu tímabili en lét af störfum þar sem hann og fjölskylda hans fluttu á höfuborgarsvæðið. Þorlákur Árnason tók við ÍBV.

HK hefur verið í þjálfaraleit síðan Ómar Ingi Guðmundsson ákvað að hætt og hefur rætt við nokkra aðila, þar á meðal Arnar Grétarsson.

HK féll úr Bestu deildinni og Hermann stefnir að því að stýra liði upp úr Lengjudeildinni tvö ár í röð.


Athugasemdir
banner
banner