Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 08. desember 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafrún Rakel: Alltaf vonbrigði að vera ekki í landsliðshópnum
Kvenaboltinn
Hafrún á landsliðsæfingu í október.
Hafrún á landsliðsæfingu í október.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntar fyrir þessum leik. Núna vitum við aðeins betur hverju við erum að mæta og nú á okkar á heimavelli," sagði Hafrún Rakel Halldórsdóttir á fréttamannafundi í gær. Hafrún er leikmaður Breiðabliks sem mætir í kvöld Real Madrid í Meistaradeild kvenna.

Tekið nokkra æfingaleiki
Það er svolítið síðan að tímabilið á Íslandi endaði. Hvernig gengur ykkur að halda ykkur í standi fyrir þessa leiki?

„Bara vel, við erum búnar að taka nokkra æfingaleiki núna og halda okkur í standi. Real Madrid er á miðju tímabili þannig við verðum að halda okkur vel í standi fyrir þetta."

Vonbrigði að vera ekki í hópnum
Hvernig var tilfinningin að komast að því að þú varst ekki í síðasta landsliðshópi?

„Bara vonbrigði eins og alltaf. Maður vill alltaf vera í hópnum og finnst alltaf að maður eigi það skilið. En það er bara hausinn upp og stefna á næsta verkefni."

Áttu eitthvað samtal við landsliðsþjálfarann í kringum valið?

„Ekki í þetta skiptið, nei."

Sjá einnig:
Steini kom aðeins inn á hvers vegna Hafrún var ekki valin

Væri fínt að skora mark
Fyrsti heimaleikurinn, gegn PSG, spiluðið virkilega vel og voruð í raun óheppnar að fá ekkert úr þeim leik. Nú er annað stórlið ða koma, getið þið byggt á þessum fyrsta heimaleik?

„Já, auðvitað. Við verðum að nýta okkar færi, þau eru mjög dýrmæt í svona leik. Ef við nýtum færin okkar þá eigum við ágætan séns, það væri fínt að fá inn eitt mark," sagði Hafrún.

Sjá einnig:
Ísland mætti standa fyrir sínu - „Fínt að fá smá snjó og slyddu"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner