mið 08. desember 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Udinese rak þjálfarann
Luca Gotti.
Luca Gotti.
Mynd: EPA
Ítalska félagið Udinese rak í gær Luca Gotti en hann hafði stýrt liðinu frá 2019. Gabriele Cioffi sem var aðstoðarmaður hans hefur verið ráðinn stjóri til bráðabirgða og stýrir liðinu gegn AC Milan um helgina.

Gotti var aðstoðarmaður Igor Tudor áður en hann tók við stjórnartaumunum fyrir tveimur árum.

Tímabilið 2018-19 var Gotti aðstoðarmaður Maurizio Sarri hjá Chelsea en hann hefur sagst kunna mun betur við sig sem aðstoðarþjálfari því mikil pressa fylgi því að vera aðalþjálfari.

Udinese er í fjórtánda sæti ítölsku A-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner