Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 08. desember 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Var óheppinn að spila gegn Aston Villa, Southampton og Watford"
Saul í leik gegn Malmö í Meistaradeildinni.
Saul í leik gegn Malmö í Meistaradeildinni.
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Saul hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því hann gekk í raðir Chelsea á láni frá spænska félaginu Atletico Madrid síðasta sumar.

Chelsea verður án þriggja miðjumanna í leiknum gegn Malmö í Meistaradeildinni í kvöld. N’Golo Kante, Mateo Kovacic og Jorginho eru allir fjarri góðu gamni.

Hinn 27 ára gamli Saul fær því væntanlega tækifæri, en hann hefur hingað til engan veginn náð að sanna sig. Saul hefur byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni og í báðum þeirra var hann tekinn af velli í hálfleik.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, er þó ekki búinn að gefast upp á honum. Svo segir hann allavega.

„Hann þarf að fá mínútur. Hann hefur átt í erfiðleikum með ákefðina í enska boltanum. Hann var svolítið óheppinn að hann spilaði gegn Aston Villa, Southampton og Watford - það var mikill ákafi í þeim leikjum, yfir meðallagi."

„Við reynum alltaf að hvetja hann því hann er að vaxa meira og meira inn í Chelsea. Við munum ekki hætta að hvetja hann og reyna að draga fram það besta frá honum. Það eru miklar líkur á að hann bæti sig á morgun (í dag)," sagði Tuchel á fréttamannafundi í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner