Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fös 08. desember 2023 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool gæti framlengt við Matip
Mynd: EPA
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, vonast til þess að félagið framlengi samning kamerúnska varnarmannsins Joel Matip, þrátt fyrir erfið meiðsli kappans.

Matip sleit krossband á dögunum og er ljóst að hann verður ekki meira með á þessu tímabili.

Samningur hans rennur út næsta sumar og er því möguleiki á því að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.

Liverpool gæti hins vegar framlengt við Matip og sýnt honum stuðning í gegnum þetta erfiða ferli.

„Ég er nokkuð viss um að félagið muni sýna klassa sinn. Hann verðskuldar allan þann stuðning sem getum gefið honum og mun hann fá hann,“ sagði Klopp, sem var síðan spurður út í samningamál Matip og hvort hann fengi nýjan samning.

„Ég myndi vilja það, en það er ekki undir mér komið,“ sagði hann í lokin.

Matip er einn af reyndustu leikmönnum Liverpool. Hann hefur spilað fyrir félagið frá 2016 og unnið alla titla sem í boði eru með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner