Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   sun 08. desember 2024 10:36
Elvar Geir Magnússon
Ólga hjá Man Utd og Ashworth er farinn
Ashworth (fyrir miðju) í stúkunni.
Ashworth (fyrir miðju) í stúkunni.
Mynd: Getty Images
Dan Ashworth er hættur sem yfirmaður fótboltamála hjá Manchester United eftir aðeins fimm mánuði í starfi.

Ashworth lét af störfum eftir 3-2 tap United gegn Nottingham Forest í gær. Hann hélt á fund framkvæmdastjórans Omar Berrada og er nú hættur hjá félaginu.

Manchester United lagði mikla áherslu á að ráða Ashworth til starfa og fá hann frá Newcastle United þar sem hann starfaði áður.

Ashworth stýrði leikmannakaupum Manchester United síðasta sumar en félagið eyddi um 200 milljónum punda og fékk leikmenn á borð við Leny Yoro, Manuel Ugarte, Matthijs de Ligt og Joshua Zirkzee.

Þrátt fyrir styrkingarnar situr United í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Erik ten Hag var rekinn og Rúben Amorim ráðinn í hans stað en pressa er á Sir Jim Ratcliffe, einum af eigendum félagsins, en hann fer með ábyrgð á fótboltamálum United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner