Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. janúar 2023 14:43
Elvar Geir Magnússon
Flókið fyrir Man Utd að landa Weghorst - Besiktas gefur út yfirlýsingu
Weghorst er hjá Besiktas á lánssamningi frá Burnley.
Weghorst er hjá Besiktas á lánssamningi frá Burnley.
Mynd: Getty Images
Manchester United vill bæta við sig sóknarmanni í janúar og Erik ten Hag vill fá hollenska landsliðsmanninn Wout Weghorst sem er hjá Besiktas á láni frá Burnley.

Weghorst, sem er þrítugur, vill sjálfur ekki missa af þessu tækifæri og vonast eftir því að fara á Old Trafford.

En það mun ekki ganga hreint og beint fyrir sig fyrir United að landa Weghorst miðað við nýja yfirlýsingu tyrkneska félagsins. Besiktas segir nefnilega að skiptin geti ekki gengið í garð nema félagið gefi samþykki sitt.

„Við teljum þörf að gefa út yfirlýsingu vegna þeirra umræðu sem hefur verið í fjölmiðlum varðandi leikmann okkar, Wout Weghorst," segir í yfirlýsingu Besiktas.

„Því hefur verið haldið fram að það sé riftunarákvæði í samningi leikmannsins upp á 2,5 milljónir punda ef tilboð kemur frá ensku úrvalsdeildarfélagi. Þetta er algjör uppspuni. Þá er ósatt að leikmaðurinn fari frá félaginu á morgun. Það er algjörlega í höndum Besiktas hvað gerist í málum Wout Weghorst."
Athugasemdir
banner
banner
banner