banner
   fim 09. febrúar 2023 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fylkir semur við besta leikmann liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir hefur lokið samningsviðræðum við Tinnu Brá Magnúsdóttur, sem hefur verið í lykilhlutverki frá komu sinni í Árbæinn. Hún er búin að skrifa undir samning sem gildir til næstu tveggja ára.


Tinna Brá gekk í raðir Fylkis fyrir keppnistímabilið 2021 og hefur ekki misst af deildarleik síðan.

Tinna er uppalin hjá Gróttu og var mikilvægur hlekkur í liði Seltirninga áður en hún skipti til Fylkis.

Tinna er bráðefnileg, hún er fædd 2003 og á einn A-landsleik að baki auk sjö leikja fyrir yngri landsliðin. Hún var tilnefnd sem íþróttakona ársins hjá Fylki og var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna.

„Við Fylkismenn getum glaðst yfir þeim tíðindum að leikmenn haldi tryggð við félagið og ætli sér að koma því í deild þeirra bestu," segir í færslu frá félaginu.

Fylkir endaði um miðja Lengjudeild í fyrra, með 21 stig úr 18 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner