Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
   lau 09. mars 2013 21:42
Hafliði Breiðfjörð
Halldór Kristinn: Fæ loksins að spila hægra megin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er mikill stígandi í okkar leik og mér leist vel á þetta í dag. Það kom baraátta sem hefur vantað og við náðum góðu spili inn á milli á köflum. Þetta leit vel út í dag fannst mér," sagði Halldór Kristinn Halldórsson miðvörður Keflavíkur eftir 2-2 jafntefli við Stjörnuna í dag.

Stjarnan komst yfir í fyrri hálfleik en Keflavík sneri dæminu við í byrjun síðari hálfleiks áður en Stjarnan jafnaði metin.

,,Þetta var bara klafs sem kláraðist og þeir gerðu kannski vel. Þetta var hörkuleikur sem gat endað báðum megin, mjög skemmtilegur leikur."

Stjarnan sótti stíft á mark Keflavíkur síðasta hluta leiksins en var Halldór Kristinn hræddur við að fá á sig mark þá?

,,Við hefðum getað breikað og skorað en þeir lágu svolítið á okkur. Þeir eru með mjög sterkt lið og mér fannst við ná að loka ágætlega á þá og skapa okkar færi. Ég er nokkuð sáttur með leikinn."

Nánar er rætt við Halldór Kristinn í sjónvarpinu að ofan þar sem hann ræðir meðal annars um Keflavíkur liðið en hann kom til félagsins í vetur og spilar við hlið Haraldar Freys Guðmundssonar í miðvarðarstöðunni.

,,Ég held að ég hafi aldrei spilað með örvfættum miðverði svo ég fæ loksins að spila hægra megin. Það er mjög gott, og hann er mjög góður og hefur mikla reynslu. Ég læri margt af honum."
Athugasemdir
banner
banner