,,Það er mikill stígandi í okkar leik og mér leist vel á þetta í dag. Það kom baraátta sem hefur vantað og við náðum góðu spili inn á milli á köflum. Þetta leit vel út í dag fannst mér," sagði Halldór Kristinn Halldórsson miðvörður Keflavíkur eftir 2-2 jafntefli við Stjörnuna í dag.
Stjarnan komst yfir í fyrri hálfleik en Keflavík sneri dæminu við í byrjun síðari hálfleiks áður en Stjarnan jafnaði metin.
,,Þetta var bara klafs sem kláraðist og þeir gerðu kannski vel. Þetta var hörkuleikur sem gat endað báðum megin, mjög skemmtilegur leikur."
Stjarnan sótti stíft á mark Keflavíkur síðasta hluta leiksins en var Halldór Kristinn hræddur við að fá á sig mark þá?
,,Við hefðum getað breikað og skorað en þeir lágu svolítið á okkur. Þeir eru með mjög sterkt lið og mér fannst við ná að loka ágætlega á þá og skapa okkar færi. Ég er nokkuð sáttur með leikinn."
Nánar er rætt við Halldór Kristinn í sjónvarpinu að ofan þar sem hann ræðir meðal annars um Keflavíkur liðið en hann kom til félagsins í vetur og spilar við hlið Haraldar Freys Guðmundssonar í miðvarðarstöðunni.
,,Ég held að ég hafi aldrei spilað með örvfættum miðverði svo ég fæ loksins að spila hægra megin. Það er mjög gott, og hann er mjög góður og hefur mikla reynslu. Ég læri margt af honum."
Athugasemdir