Miðjumaðurinn Farid Zato hefur gengið til liðs við Sigma Olomuc í tékknesku úrvalsdeildinni.
Sigma er í fallsæti í tékknesku úrvalsdeildinni en liðið mætti Fram í Evrópukeppni árið 2009.
Sigma er í fallsæti í tékknesku úrvalsdeildinni en liðið mætti Fram í Evrópukeppni árið 2009.
Farid spilaði síðari hlutann á síðasta tímabili með Keflavík en hann hefur leikið á Íslandi frá því árið 2011.
Farid kom upphaflega til FH en hann lék með HK á láni og síðan Víkingi Ólafsvík 2013.
Þór og KR sögðust bæði hafa samið við Farid fyrir sumarið 2014 en á endanum spilaði hann í Vesturbænum.
Eftir erfið meiðsli spilaði Farid með Kára í 3. deildinni í fyrra áður en hann fór til Keflavíkur um mitt sumar.
Undanfarin ár hefur Farid verið í landsliðshópi Togo en hann var í dag valinn í hópinn sem mætir Túnis í undankeppni Afríkumótsins síðar í þessum mánuð.
Athugasemdir