fim 09. mars 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham smíðar óskalista og setur nafn Luis Enrique efst á blað
Luis Enrique.
Luis Enrique.
Mynd: Getty Images
Tottenham er búið að setja saman lista yfir stjóra sem gætu tekið við starfinu af Antonio Conte eftir tímabilið.

Spurs féll úr leik í Meistaradeildinni í gær en það er talið nánast útilokað að Conte verði áfram með liðið á næstu leiktíð.

Sjá einnig:
Hvorugur aðilinn vill gera nýjan samning

Greint er frá því á The Athletic að Fabio Paratici, sem er yfirmaður fótboltamála hjá Tottenham, sé með Luis Enrique, fyrrum landsliðsþjálfara Spánar, efstan á lista hjá sér.

Enrique er einnig fyrrum stjóri Barcelona en þar náði hann stórkostlegum árangri.

Tottenham ætlar ekki að lenda í sömum málum og árið 2021 þegar það tók félagið tíu vikur að finna eftirmann Jose Mourinho. Nuno Espirito Santo var að lokum ráðinn og ekki vegnaði honum vel í starfi.

Það er talið líklegt að Oliver Glasner, stjóri Eintracht Frankfurt, og Ruben Amorim, stjóri Sporting í Portúgal, verði einnig á listanum.

Stuðningsmenn Spurs sungu nafn Mauricio Pochettino í gær en það er ekki sagt líklegt að hann sé á meðal efstu manna á óskalista Paratici.
Athugasemdir
banner
banner