Manchester City hélt áfram góðu gengi sínu í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar og vann góðan 4-1 sigur á Southampton en Arsenal missteig sig gegn Liverpool og gerði 2-2 jafntefli. Liverpool er að missa af Meistaradeildarsæti og Chelsea tapaði fyrsta leik sínum undir Frank Lampard, 1-0, gegn Wolves. Garth Cooks hjá BBC valdi lið umferðarinnar að þessu sinni og má þar finna þrjá leikmenn frá Man City.
Markvörður: Aaron Ramsdale (Arsenal) - Enn ein frábæra frammistaðan frá honum. Besti maður vallarins í 2-2 jafnteflinu gegn Liverpool og kom í veg fyrir að liðið tapaði á Anfield.
Varnarmaður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) - Gerði frábærlega þegar hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Roberto Firmino en Crooks var þó alveg sama um varnarvinnu hans því sóknarlega er hann algjört vopn.
Varnarmaður: Nathan Ake (Man City) -Búinn að vera sterkur í vörn Man City á tímabilinu og bauð upp á aðra góða frammistöðu gegn Southampton. Ákvarðanatökurnar eru geggjaðar og verður bara betri og betri.
Miðjumaður: Matheus Nunes (Wolves) - Skoraði stórkostlegt sigurmark á móti Chelsea og átti góðan leik.
Miðjumaður: Michael Olise (Crystal Palace) - Lagði upp þrjú mörk gegn Leeds. Þarf að segja eitthvað meira? Sá franski búinn að vera flottur á tímabilinu.
Sóknarmaður: Gabriel Jesus (Arsenal) - Jesus er mikill páskamaður. Skoraði á móti Liverpool og tvö gegn Leeds í vikunni. Hann er mættur aftur!
Athugasemdir