Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fös 09. júní 2023 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill fá Maguire til West Ham - „Fullkominn í David Moyes bolta"
Mynd: Getty Images

Harry Maguire miðvörður Manchester United hefur verið orðaður við Tottenham eftir að Lundúnarfélagið staðfesti komu Ange Postecoglou.


Talið er að Harry Kane sé spenntur fyrir að fá landa sinn til liðsins en Kane hefur verið orðaður í burtu frá félaginu en koma Maguire gæti haft jákvæð áhrif á Kane.

Tómas Steindórsson stuðningsmaður West Ham og Ingimar Helgi Finnsson stuðningsmaður Tottenham voru gestir hjá Guðmundi og Sæbirni Steinke í Enska Boltanum í dag.

Ingimar var spurður út í þá hugmynd að fá Maguire til Tottenham.

„Ég sé það ekki gerast. Ég sé ekki Tottenham eyða miklum fjárhæðum í hann," sagði Ingimar.

„Ég held að hann væri fullkominn í David Moyes bolta. Ég væri mjög mikið til í að fá hann til West Ham," sagði Tómas.


Enski boltinn - Úrslitastund með litla og stóra
Athugasemdir
banner
banner