Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   þri 09. júlí 2013 12:37
Magnús Már Einarsson
Gummi Ben: Twitter er kúnst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér líst mjög vel á þá. Þeir spiluðu í 120 mínútur í gær og verða vonandi ennþá þreyttir þegar við mætum þeim," sagði Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks léttur í bragði eftir að ljóst var að liðið mætir Fram í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Viggó Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, setti færslu á Twitter í gærkvöldi þar sem hann sagðist vonast eftir að mæta Breiðabliki til að geta slátrað Aroni Þórði Albertssyni leikmanni Fram.

,,Þau mál hafa verið rædd innanbúðar hjá okkar og verið leyst. Við ætlum ekki að dvelja mikið meira við það," sagði Guðmundur og bætti við að leikmenn verði að passa sig á Twitter.

,,Þetta er kúnst og það er erfitt að vera með tæki. Þess vegna verða menn að vara sig."

Breiðablik fer síðar í dag til Andorra þar sem liðið mætir Santa Coloma á fimmtudag. Blikar leiða 4-0 eftir fyrri leikinn og Guðmundur er spenntur fyrir ferðalaginu til Andorra.

,,Ég þekki víða til og ég var einmitt að ná mér í peseta. Þeir eru ennþá með peseta í Andorra og ég fer með fullt af pesetum út á eftir. Þið bara bjallið á mig ef það vantar eitthvað," sagði Guðmundur hlæjandi að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner