Rashford langar til Barcelona - City búið að finna Belga fyrir De Bruyne - Kounde til Chelsea - Diaz til Sádí Arabíu eða Barcelona
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
banner
   þri 09. júlí 2013 12:37
Magnús Már Einarsson
Gummi Ben: Twitter er kúnst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér líst mjög vel á þá. Þeir spiluðu í 120 mínútur í gær og verða vonandi ennþá þreyttir þegar við mætum þeim," sagði Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks léttur í bragði eftir að ljóst var að liðið mætir Fram í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Viggó Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, setti færslu á Twitter í gærkvöldi þar sem hann sagðist vonast eftir að mæta Breiðabliki til að geta slátrað Aroni Þórði Albertssyni leikmanni Fram.

,,Þau mál hafa verið rædd innanbúðar hjá okkar og verið leyst. Við ætlum ekki að dvelja mikið meira við það," sagði Guðmundur og bætti við að leikmenn verði að passa sig á Twitter.

,,Þetta er kúnst og það er erfitt að vera með tæki. Þess vegna verða menn að vara sig."

Breiðablik fer síðar í dag til Andorra þar sem liðið mætir Santa Coloma á fimmtudag. Blikar leiða 4-0 eftir fyrri leikinn og Guðmundur er spenntur fyrir ferðalaginu til Andorra.

,,Ég þekki víða til og ég var einmitt að ná mér í peseta. Þeir eru ennþá með peseta í Andorra og ég fer með fullt af pesetum út á eftir. Þið bara bjallið á mig ef það vantar eitthvað," sagði Guðmundur hlæjandi að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner