Holland og Argentína mætast í seinni undanúrslitaleik HM í kvöld. Leikurinn fer fram í Sao Paulo og hefst klukkan 20:00.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR spáir jöfnum og taktískum leik í kvöld en á endanum mun Argentína fagna sigri.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR spáir jöfnum og taktískum leik í kvöld en á endanum mun Argentína fagna sigri.
Argentína 1 - 1 Holland (Argentína fer áfram)
Ég spái því að það verði jafnt, 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Argentína fari síðan áfram eftir framleningu eða vítaspyrnukeppni.
Þetta verður mjög taktískur leikur. Bæði lið hafa verið nokkuð sterk varnarlega og verið passív. Bæði lið eru með sterka og fljóta sóknarlínu. Hollendingarnir vita það að þeir mega ekki fara með of marga menn fram því þá lúrir Messi einhverstaðar frammi og hann er fljótur að refsa.
Þetta verður mikil refskák. Á endanum mun Lionel Messi skilja liðin af. Hann verður markahæstur í þessari keppni
Taktu þátt í HM-umræðunni á Facebook! Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook þar sem oft skapast líflegar umræður um boltann.
Athugasemdir