Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 09. júlí 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Er átta mörkum á undan næstu - „Ég er bara með hausinn heima"
Icelandair
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra í góðum gír á æfingunni.
Sandra í góðum gír á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er rosalega skemmtilegt verkefni framundan og við förum inn í það með fullt sjálfstraust," sagði landsliðskonan Sandra María Jessen við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

„Við ætlum að tryggja okkur á EM í þessum glugga og við ætlum að byrja á því á föstudaginn. Við förum í þennan leik og ætlum okkur sigur. Við höfum spilað oft gegn Þýskalandi og mér frammistaðan alltaf verða betri og betri gegn þeim."

Sandra segist sjá möguleika til að gera góða hluti gegn Þýskalandi á föstudaginn. „Við þurfum að leggja mikið í það sem við erum góðar í og það sem særir þær."

Sandra sjálfur kemur inn í þetta verkefni með bullandi sjálfstraust en hún er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með 15 mörk. Næstu leikmenn eru með sjö mörk.

„Það er búið að vera mikið álag en það þarf ekki endilega að vera neikvætt. Ég er búin að spila mikið af leikjum og er í góðu leikformi. Vonandi getur maður tekið það sem er að ganga vel í félagsliðinu með inn í landsliðið," segir Sandra María. „Ég verð allavega fersk á föstudaginn."

Þú ert með 15 mörk í tólf leikjum. Hvað ertu eiginlega að gera í Bestu deildinni?

„Liðið er að spila rosalega vel og ég fæ mjög góða þjónustu. Það er mitt að vera pota boltanum inn. Það er gott samspil og maður nær vel til leikmanna. Það er rosalega góður liðsandi í þessu liði og þetta smellur saman."

Sandra var spurð að því hvort einhver félög út í heimi væru að fara að heyra í sér núna í sumarglugganum. „Það er spurning. Ég hef ekki fengið neitt enn og ég er bara með hausinn heima. Það er gaman að það gangi vel. Ég er rosalega ánægð eins og staðan er núna."
Athugasemdir
banner
banner