Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   þri 09. júlí 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Er átta mörkum á undan næstu - „Ég er bara með hausinn heima"
Icelandair
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra í góðum gír á æfingunni.
Sandra í góðum gír á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er rosalega skemmtilegt verkefni framundan og við förum inn í það með fullt sjálfstraust," sagði landsliðskonan Sandra María Jessen við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

„Við ætlum að tryggja okkur á EM í þessum glugga og við ætlum að byrja á því á föstudaginn. Við förum í þennan leik og ætlum okkur sigur. Við höfum spilað oft gegn Þýskalandi og mér frammistaðan alltaf verða betri og betri gegn þeim."

Sandra segist sjá möguleika til að gera góða hluti gegn Þýskalandi á föstudaginn. „Við þurfum að leggja mikið í það sem við erum góðar í og það sem særir þær."

Sandra sjálfur kemur inn í þetta verkefni með bullandi sjálfstraust en hún er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með 15 mörk. Næstu leikmenn eru með sjö mörk.

„Það er búið að vera mikið álag en það þarf ekki endilega að vera neikvætt. Ég er búin að spila mikið af leikjum og er í góðu leikformi. Vonandi getur maður tekið það sem er að ganga vel í félagsliðinu með inn í landsliðið," segir Sandra María. „Ég verð allavega fersk á föstudaginn."

Þú ert með 15 mörk í tólf leikjum. Hvað ertu eiginlega að gera í Bestu deildinni?

„Liðið er að spila rosalega vel og ég fæ mjög góða þjónustu. Það er mitt að vera pota boltanum inn. Það er gott samspil og maður nær vel til leikmanna. Það er rosalega góður liðsandi í þessu liði og þetta smellur saman."

Sandra var spurð að því hvort einhver félög út í heimi væru að fara að heyra í sér núna í sumarglugganum. „Það er spurning. Ég hef ekki fengið neitt enn og ég er bara með hausinn heima. Það er gaman að það gangi vel. Ég er rosalega ánægð eins og staðan er núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner