„Það er rosalega skemmtilegt verkefni framundan og við förum inn í það með fullt sjálfstraust," sagði landsliðskonan Sandra María Jessen við Fótbolta.net í dag.
Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.
Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.
„Við ætlum að tryggja okkur á EM í þessum glugga og við ætlum að byrja á því á föstudaginn. Við förum í þennan leik og ætlum okkur sigur. Við höfum spilað oft gegn Þýskalandi og mér frammistaðan alltaf verða betri og betri gegn þeim."
Sandra segist sjá möguleika til að gera góða hluti gegn Þýskalandi á föstudaginn. „Við þurfum að leggja mikið í það sem við erum góðar í og það sem særir þær."
Sandra sjálfur kemur inn í þetta verkefni með bullandi sjálfstraust en hún er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með 15 mörk. Næstu leikmenn eru með sjö mörk.
„Það er búið að vera mikið álag en það þarf ekki endilega að vera neikvætt. Ég er búin að spila mikið af leikjum og er í góðu leikformi. Vonandi getur maður tekið það sem er að ganga vel í félagsliðinu með inn í landsliðið," segir Sandra María. „Ég verð allavega fersk á föstudaginn."
Þú ert með 15 mörk í tólf leikjum. Hvað ertu eiginlega að gera í Bestu deildinni?
„Liðið er að spila rosalega vel og ég fæ mjög góða þjónustu. Það er mitt að vera pota boltanum inn. Það er gott samspil og maður nær vel til leikmanna. Það er rosalega góður liðsandi í þessu liði og þetta smellur saman."
Sandra var spurð að því hvort einhver félög út í heimi væru að fara að heyra í sér núna í sumarglugganum. „Það er spurning. Ég hef ekki fengið neitt enn og ég er bara með hausinn heima. Það er gaman að það gangi vel. Ég er rosalega ánægð eins og staðan er núna."
Athugasemdir