Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 09. júlí 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Er átta mörkum á undan næstu - „Ég er bara með hausinn heima"
Icelandair
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra í góðum gír á æfingunni.
Sandra í góðum gír á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er rosalega skemmtilegt verkefni framundan og við förum inn í það með fullt sjálfstraust," sagði landsliðskonan Sandra María Jessen við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

„Við ætlum að tryggja okkur á EM í þessum glugga og við ætlum að byrja á því á föstudaginn. Við förum í þennan leik og ætlum okkur sigur. Við höfum spilað oft gegn Þýskalandi og mér frammistaðan alltaf verða betri og betri gegn þeim."

Sandra segist sjá möguleika til að gera góða hluti gegn Þýskalandi á föstudaginn. „Við þurfum að leggja mikið í það sem við erum góðar í og það sem særir þær."

Sandra sjálfur kemur inn í þetta verkefni með bullandi sjálfstraust en hún er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með 15 mörk. Næstu leikmenn eru með sjö mörk.

„Það er búið að vera mikið álag en það þarf ekki endilega að vera neikvætt. Ég er búin að spila mikið af leikjum og er í góðu leikformi. Vonandi getur maður tekið það sem er að ganga vel í félagsliðinu með inn í landsliðið," segir Sandra María. „Ég verð allavega fersk á föstudaginn."

Þú ert með 15 mörk í tólf leikjum. Hvað ertu eiginlega að gera í Bestu deildinni?

„Liðið er að spila rosalega vel og ég fæ mjög góða þjónustu. Það er mitt að vera pota boltanum inn. Það er gott samspil og maður nær vel til leikmanna. Það er rosalega góður liðsandi í þessu liði og þetta smellur saman."

Sandra var spurð að því hvort einhver félög út í heimi væru að fara að heyra í sér núna í sumarglugganum. „Það er spurning. Ég hef ekki fengið neitt enn og ég er bara með hausinn heima. Það er gaman að það gangi vel. Ég er rosalega ánægð eins og staðan er núna."
Athugasemdir
banner
banner