Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
Sandra María: Vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn
Glódís meyr og stolt - „Shit, ég get náð honum"
Ingibjörg beðið lengi - „Var gráti nær að fagna þessu"
Natasha: Æði að heyra í öllum stelpunum öskra okkur áfram
Sveindís ótrúlega vinsæl - „Hlakka til að fá að spila með þeim"
Alexandra: Það er ekkert verra svo að það varð að veruleika
Karólína ætlar að dansa fram á nótt - „Eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum"
banner
   þri 09. júlí 2024 22:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pablo Punyed: Við fyrirliðarnir vorum að benda á það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir spiluðu þetta vel, voru á útivelli og náðu að halda hreinu sem er vel gert hjá þeim. Einvígið er 180 mínútur, við þurfum að fara út og vinna þá," sagði Pablo Punyed, leikmaður Víkings, við Fótbolta.net eftir jafntefli gegn Shamrock í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

„Þetta er svona tæpt í Evrópuleikjum. Það er gott hjá okkur að halda hreinu, náum að læra inn á þeirra leikmenn og ég held við getum unnið þá úti."

Írsku meistarrnir fengu tvö góð færi í seinni hálfleik, hraðaupphlaup eftir að hafa unnið boltann af Víkingum.

„Ég var stressaður í seinna færinu. Ég sá fyrra skotið, sá að það var aldrei að fara inn. Það er stutt á milli í þessu eins og sést með færið okkar í fyrri hálfleik þar sem boltinn fer í stöngina og út. 0-0 er allt í lagi. Auðvitað hefðum við viljað vinna en svona eru bara Ev?opuleikir."

Víkingar fengu aragrúa af hornspyrnum en markvörður Shamrock þurfti takmarkað að gera. Hann bjargaði einu sinni mjög vel í fyrri hálfleik og önnur stöngin á marki írska liðsins fékk einnig að finna fyrir tilraun Víkinga.

„Já, við hefðum getað gert meira úr hornunum. Þetta voru ekki góð horn hjá mér í dag, það er bara þannig. Ég tek þetta á mig. Við ætlum að æfa okkur aðeins meira í þeim og getum skorað úr horni á Írlandi."

Pablo var spurður út í leiktafir írska liðsins. „Þeir voru að tefja og mér fannst þeir líka bara vera þreyttir. Þeir spiluðu þetta vel, þetta er Evrópuleikir, vitum það en horfum bara í næsta leik."

„Jú, dómarinn hefði alveg getað gripið fyrr inn í og við fyrirliðarnir vorum að benda á það. En dómarinn ákveður þetta og að lokum fékk markvörðurinn gult og það er bara þannig,"
sagði Pablo sem var annar af þremur leikmönnum Víkings til að bera fyrirliðabandið í leiknum.

Pablo var sýnilega ekki sáttur þegar hann var tekinn af velli beint eftir að Shamrock missti mann af velli.

„Ég var alls ekki sáttur, langar alltaf að spila, en Arnar tekur ákvarðanirnar," sagði miðjumaðurinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner