Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   sun 09. ágúst 2015 10:00
Elvar Geir Magnússon
Haukur Harðar spáir í 15. umferð Pepsi-deildarinnar
Haukur Harðarson.
Haukur Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kemur Chuck með sigurmark?
Kemur Chuck með sigurmark?
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Adolf Ingi Erlingsson fékk tvo rétta í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar en nú er það hans fyrrum samstarfsfélagi sem lætur til sín taka.

Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður RÚV, spáir í 15. umferðina sem leikin verður í dag sunnudag og á morgun mánudag.

Leiknir 2 - 0 ÍBV (í dag 17)
Þvílíkur leikur! Væri til í að sjá þennan. Leiknismenn eru með bullandi sjálfstraust eftir góðan sigur á Stjörnunni í síðustu umferð og mæta trítilóðir til leiks. Eyjamenn fara í fýluferð í bæinn og því miður held ég ÍBV fylgi Keflavík niður í haust. Aukanæturvakt verður kölluð til í Breiðholtslaug um kvöldið.

Stjarnan 2 - 1 Víkingur (í dag 19:15)
Hér tapar Milos sínum fyrsta leik sem eini aðalþjálfarinn í Víkinni. Hallgrímur Mar skorar aftur og kemur Víkingi yfir en þá fær Gaui Baldvins. nóg og skorar tvö í seinni.

ÍA 0 - 1 FH (mánudag 19:15)
Atli Viðar byrjar aftur og skorar eina markið í leik þar sem einhver FH-ingur fær beint rautt spjald!

Keflavík 1 - 0 Fjölnir (mánudag 19:15)
Keflavík vinnur óvænt og Chuck skorar sigurmarkið! Svekkjandi tap fyrir Fjölni en þrátt fyrir sigurinn er fall óumfljýjanlegt í Bítlabænum.

Valur 0 - 2 Breiðablik (mánudag 19:15)
Blikar vinna og stimpla sig inní þriggja liða toppbaráttu. Annað markið verður skorað af Höskuldi og verður valið mark tímabilsins. Gulli heldur hreinu. Breiðabliki hefur ekki gengið vel á útivelli í sumar en verður með 100% árangur á hlutlausum velli eftir leikinn!

KR 3 - 1 Fylkir (mánudag 19:15)
Eftir að Hemmi tók við hafa Fylkismenn verið miklu skemmtilegri en jafnframt óútreiknanlegir. Ég myndi tippa á útisigur ef KR hefði ekki tapað í Grafarvogi. Jakob og Sören verða extra peppaðir og skora báðir í erfiðum leik fyrir KR sem gulltryggir sigur með þriðja markinu undir lokin.

Fyrri spámenn:
Árni Vilhjálmsson (5 réttir)
Daði Guðmundsson (3 réttir)
Ejub Purisevic (3 réttir)
Kristján Gauti Emilsson (3 réttir)
Kolbeinn Tumi Daðason (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Jóhann Ólafur Sigurðsson (3 réttir)
Adolf Ingi Erlingsson (2 réttir)
Egill Ploder Ottósson (2 réttir)
Kristján Jónsson (2 réttir)
Maggi Peran (2 réttir)
Guðmundur Þórarinsson (1 réttur)
Hannes Þór Halldórsson (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner