Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 09. ágúst 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Robles til Leeds (Staðfest)
Markvörðurinn Joel Robles er kominn aftur í enska boltann en hann er genginn í raðir Leeds United á frjálsri sölu frá Real Betis. Robles er 32 ára og var hjá Everton og Wigan.

Robles skrifaði undir eins árs samning á Elland Road en honum er ætlað að vera varamarkvörður og veita aðalmarkverðinum Illan Meslier samkeppni.

Robles stóð í marki Wigan þegar liðið vann Manchester City í úrslitaleik FA-bikarsins 2013.

Hann fylgdi svo Roberto Martínez til Everton þar sem hann lék 65 leiki áður en hann gekk í raðir Betis á frjálsri sölu 2018.

Leeds fer vel af stað í ensku úrvalsdeildinni, liðið vann Wolves 2-1 í fyrstu umferðinni um síðustu helgi.


Athugasemdir
banner
banner