Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
banner
   lau 09. september 2017 09:30
Elvar Geir Magnússon
Milos: Ætlum að láta verðandi meistara svitna
Milos og aðstoðarmaður hans, Olgeir Sigurgeirsson, á hliðarlínunni.
Milos og aðstoðarmaður hans, Olgeir Sigurgeirsson, á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vonast til þess að góður endasprettur í Pepsi-deildinni færi þeim Evrópusæti. Á morgun sunnudag heimsækja Blikar topplið Vals og segir Milos Milojevic, þjálfari Kópavogsliðsins, að óhætt sé að tala um verðandi Íslandsmeistara. Hann telur að Valsmenn verði ekki stöðvaðir úr þessu.

„Í upphitun fyrir Pepsi-deildina spáði ég Val titlinum. Hópurinn er mjög þéttur og breiður. Það er gæði í hópnum. Það hafa ekki verið mikla breytingar og menn spilað lengi saman. Ég hef samt fulla trú á því að mitt lið geti strítt þeim á sunnudag og náð hagstæðum úrslitum," segir Milos sem segir að það sé engin spurning að Valur sé besta lið sumarsins.

„Ekki bara ef horft er á úrslit, spilamennskan hjá þeim hefur verið upp á 8,5-9. Þeir eiga þennan titil verðskuldað en ég vona að allir spýti í lófana og geri þetta eins erfitt fyrir þá og hægt er. Við hinir eigum ekki að kasta hvíta handklæðinu heldur láta Valsmenn svitna."

Um lokasprettinn hjá Breiðabliki:

„Við þurfum að taka eitt skref í einu. Við teljum að við getum endað þetta mót vel ef við tökum lokasprettinn alvarlega sem við munum gera. Við ætlum að spila okkar fótbolta eins og við höfum gert í síðustu leikjum. Við ætlum að halda áfram að þróa okkar varnarleik og reyna að fá ekki mörk á okkur."

laugardagur 9. september
14:00 KR-ÍBV (Alvogenvöllurinn)
16:30 Víkingur Ó.-Fjölnir (Ólafsvíkurvöllur)

sunnudagur 10. september
17:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
17:00 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
17:00 FH-Grindavík (Kaplakrikavöllur)
19:15 Valur-Breiðablik (Valsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner