Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 09. september 2017 09:30
Elvar Geir Magnússon
Milos: Ætlum að láta verðandi meistara svitna
Milos og aðstoðarmaður hans, Olgeir Sigurgeirsson, á hliðarlínunni.
Milos og aðstoðarmaður hans, Olgeir Sigurgeirsson, á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vonast til þess að góður endasprettur í Pepsi-deildinni færi þeim Evrópusæti. Á morgun sunnudag heimsækja Blikar topplið Vals og segir Milos Milojevic, þjálfari Kópavogsliðsins, að óhætt sé að tala um verðandi Íslandsmeistara. Hann telur að Valsmenn verði ekki stöðvaðir úr þessu.

„Í upphitun fyrir Pepsi-deildina spáði ég Val titlinum. Hópurinn er mjög þéttur og breiður. Það er gæði í hópnum. Það hafa ekki verið mikla breytingar og menn spilað lengi saman. Ég hef samt fulla trú á því að mitt lið geti strítt þeim á sunnudag og náð hagstæðum úrslitum," segir Milos sem segir að það sé engin spurning að Valur sé besta lið sumarsins.

„Ekki bara ef horft er á úrslit, spilamennskan hjá þeim hefur verið upp á 8,5-9. Þeir eiga þennan titil verðskuldað en ég vona að allir spýti í lófana og geri þetta eins erfitt fyrir þá og hægt er. Við hinir eigum ekki að kasta hvíta handklæðinu heldur láta Valsmenn svitna."

Um lokasprettinn hjá Breiðabliki:

„Við þurfum að taka eitt skref í einu. Við teljum að við getum endað þetta mót vel ef við tökum lokasprettinn alvarlega sem við munum gera. Við ætlum að spila okkar fótbolta eins og við höfum gert í síðustu leikjum. Við ætlum að halda áfram að þróa okkar varnarleik og reyna að fá ekki mörk á okkur."

laugardagur 9. september
14:00 KR-ÍBV (Alvogenvöllurinn)
16:30 Víkingur Ó.-Fjölnir (Ólafsvíkurvöllur)

sunnudagur 10. september
17:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
17:00 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
17:00 FH-Grindavík (Kaplakrikavöllur)
19:15 Valur-Breiðablik (Valsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner