Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
banner
   lau 09. september 2017 09:30
Elvar Geir Magnússon
Milos: Ætlum að láta verðandi meistara svitna
Milos og aðstoðarmaður hans, Olgeir Sigurgeirsson, á hliðarlínunni.
Milos og aðstoðarmaður hans, Olgeir Sigurgeirsson, á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vonast til þess að góður endasprettur í Pepsi-deildinni færi þeim Evrópusæti. Á morgun sunnudag heimsækja Blikar topplið Vals og segir Milos Milojevic, þjálfari Kópavogsliðsins, að óhætt sé að tala um verðandi Íslandsmeistara. Hann telur að Valsmenn verði ekki stöðvaðir úr þessu.

„Í upphitun fyrir Pepsi-deildina spáði ég Val titlinum. Hópurinn er mjög þéttur og breiður. Það er gæði í hópnum. Það hafa ekki verið mikla breytingar og menn spilað lengi saman. Ég hef samt fulla trú á því að mitt lið geti strítt þeim á sunnudag og náð hagstæðum úrslitum," segir Milos sem segir að það sé engin spurning að Valur sé besta lið sumarsins.

„Ekki bara ef horft er á úrslit, spilamennskan hjá þeim hefur verið upp á 8,5-9. Þeir eiga þennan titil verðskuldað en ég vona að allir spýti í lófana og geri þetta eins erfitt fyrir þá og hægt er. Við hinir eigum ekki að kasta hvíta handklæðinu heldur láta Valsmenn svitna."

Um lokasprettinn hjá Breiðabliki:

„Við þurfum að taka eitt skref í einu. Við teljum að við getum endað þetta mót vel ef við tökum lokasprettinn alvarlega sem við munum gera. Við ætlum að spila okkar fótbolta eins og við höfum gert í síðustu leikjum. Við ætlum að halda áfram að þróa okkar varnarleik og reyna að fá ekki mörk á okkur."

laugardagur 9. september
14:00 KR-ÍBV (Alvogenvöllurinn)
16:30 Víkingur Ó.-Fjölnir (Ólafsvíkurvöllur)

sunnudagur 10. september
17:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
17:00 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
17:00 FH-Grindavík (Kaplakrikavöllur)
19:15 Valur-Breiðablik (Valsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner