Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 09. september 2023 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Extravellinum
Skorað 32 mörk í 19 leikjum - „Bjóst kannski ekki við alveg svona mörgum"
Kvenaboltinn
Alda í leik með Fjölni í sumar.
Alda í leik með Fjölni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir á ekki lengur möguleika á því að komast upp í Lengjudeild kvenna eftir 1-3 tap gegn ÍR á heimavelli í dag. „Þetta eru vonbrigði," sagði Alda Ólafsdóttir, markahrókur Fjölnis, eftir leikinn.

„Við ætluðum okkur miklu betri hluti í sumar, við ætluðum upp. Þetta fór ekki alveg eins og við ætluðum okkur. Þetta er búið að vera upp og ofan í sumar."

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍR

Alda er búin að vera algjörlega frábær í sumar og það er hægt að bóka það að hún endi sem markadrottning þó það sé ein umferð eftir. Hún skoraði í dag og er búin að gera 32 mörk í 19 deildarleikjum í sumar sem er mögnuð tölfræði.

Hún skoraði eitt mark í 17 leikjum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn og er núna búin að gera 32 mörk í 2. deildinni. Ótrúleg endurkoma sem gaman hefur verið að fylgjast með.

Hvernig hefur hún farið að því að skora öll þessi mörk í sumar?

„Maður skorar ekki nema með góðum liðsfélögum. Ég er sátt með mitt framlag í sumar en maður vill alltaf gera aðeins betur, eins í þessum síðustu leikjum sem skiptu mestu máli. Ég gerði mitt besta eins og allir í liðinu. Ég er nokkuð sátt með mitt persónulega."

Alda segist ekki hafa búist við þessu fyrir tímabil, að hún myndi skora svona mikið. „Markmiðið er alltaf að skora, eða leggja upp og leggja mitt af mörkum. Ég bjóst kannski ekki við alveg svona mörgum mörkum."

Alda segist ekkert vera farin að skoða framhaldið en er einhver lykill að því að skora öll þessi mörk?

„Ég tók alltaf mikið af aukaæfingum þegar ég var yngri. Ég mæti á allar æfingar og gef mig alla í hverja einustu æfingu. Svo snýst þetta um að klára færin."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar talar Alda meira um Fjölnisliðið sem hún hefur miklar mætur á.
Athugasemdir
banner
banner
banner