Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 09. september 2023 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Extravellinum
Skorað 32 mörk í 19 leikjum - „Bjóst kannski ekki við alveg svona mörgum"
Alda í leik með Fjölni í sumar.
Alda í leik með Fjölni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir á ekki lengur möguleika á því að komast upp í Lengjudeild kvenna eftir 1-3 tap gegn ÍR á heimavelli í dag. „Þetta eru vonbrigði," sagði Alda Ólafsdóttir, markahrókur Fjölnis, eftir leikinn.

„Við ætluðum okkur miklu betri hluti í sumar, við ætluðum upp. Þetta fór ekki alveg eins og við ætluðum okkur. Þetta er búið að vera upp og ofan í sumar."

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍR

Alda er búin að vera algjörlega frábær í sumar og það er hægt að bóka það að hún endi sem markadrottning þó það sé ein umferð eftir. Hún skoraði í dag og er búin að gera 32 mörk í 19 deildarleikjum í sumar sem er mögnuð tölfræði.

Hún skoraði eitt mark í 17 leikjum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn og er núna búin að gera 32 mörk í 2. deildinni. Ótrúleg endurkoma sem gaman hefur verið að fylgjast með.

Hvernig hefur hún farið að því að skora öll þessi mörk í sumar?

„Maður skorar ekki nema með góðum liðsfélögum. Ég er sátt með mitt framlag í sumar en maður vill alltaf gera aðeins betur, eins í þessum síðustu leikjum sem skiptu mestu máli. Ég gerði mitt besta eins og allir í liðinu. Ég er nokkuð sátt með mitt persónulega."

Alda segist ekki hafa búist við þessu fyrir tímabil, að hún myndi skora svona mikið. „Markmiðið er alltaf að skora, eða leggja upp og leggja mitt af mörkum. Ég bjóst kannski ekki við alveg svona mörgum mörkum."

Alda segist ekkert vera farin að skoða framhaldið en er einhver lykill að því að skora öll þessi mörk?

„Ég tók alltaf mikið af aukaæfingum þegar ég var yngri. Ég mæti á allar æfingar og gef mig alla í hverja einustu æfingu. Svo snýst þetta um að klára færin."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar talar Alda meira um Fjölnisliðið sem hún hefur miklar mætur á.
Athugasemdir
banner
banner
banner