Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   lau 09. september 2023 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Extravellinum
Skorað 32 mörk í 19 leikjum - „Bjóst kannski ekki við alveg svona mörgum"
Kvenaboltinn
Alda í leik með Fjölni í sumar.
Alda í leik með Fjölni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir á ekki lengur möguleika á því að komast upp í Lengjudeild kvenna eftir 1-3 tap gegn ÍR á heimavelli í dag. „Þetta eru vonbrigði," sagði Alda Ólafsdóttir, markahrókur Fjölnis, eftir leikinn.

„Við ætluðum okkur miklu betri hluti í sumar, við ætluðum upp. Þetta fór ekki alveg eins og við ætluðum okkur. Þetta er búið að vera upp og ofan í sumar."

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍR

Alda er búin að vera algjörlega frábær í sumar og það er hægt að bóka það að hún endi sem markadrottning þó það sé ein umferð eftir. Hún skoraði í dag og er búin að gera 32 mörk í 19 deildarleikjum í sumar sem er mögnuð tölfræði.

Hún skoraði eitt mark í 17 leikjum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn og er núna búin að gera 32 mörk í 2. deildinni. Ótrúleg endurkoma sem gaman hefur verið að fylgjast með.

Hvernig hefur hún farið að því að skora öll þessi mörk í sumar?

„Maður skorar ekki nema með góðum liðsfélögum. Ég er sátt með mitt framlag í sumar en maður vill alltaf gera aðeins betur, eins í þessum síðustu leikjum sem skiptu mestu máli. Ég gerði mitt besta eins og allir í liðinu. Ég er nokkuð sátt með mitt persónulega."

Alda segist ekki hafa búist við þessu fyrir tímabil, að hún myndi skora svona mikið. „Markmiðið er alltaf að skora, eða leggja upp og leggja mitt af mörkum. Ég bjóst kannski ekki við alveg svona mörgum mörkum."

Alda segist ekkert vera farin að skoða framhaldið en er einhver lykill að því að skora öll þessi mörk?

„Ég tók alltaf mikið af aukaæfingum þegar ég var yngri. Ég mæti á allar æfingar og gef mig alla í hverja einustu æfingu. Svo snýst þetta um að klára færin."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar talar Alda meira um Fjölnisliðið sem hún hefur miklar mætur á.
Athugasemdir
banner