Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
   lau 09. september 2023 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Extravellinum
Skorað 32 mörk í 19 leikjum - „Bjóst kannski ekki við alveg svona mörgum"
Alda í leik með Fjölni í sumar.
Alda í leik með Fjölni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir á ekki lengur möguleika á því að komast upp í Lengjudeild kvenna eftir 1-3 tap gegn ÍR á heimavelli í dag. „Þetta eru vonbrigði," sagði Alda Ólafsdóttir, markahrókur Fjölnis, eftir leikinn.

„Við ætluðum okkur miklu betri hluti í sumar, við ætluðum upp. Þetta fór ekki alveg eins og við ætluðum okkur. Þetta er búið að vera upp og ofan í sumar."

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍR

Alda er búin að vera algjörlega frábær í sumar og það er hægt að bóka það að hún endi sem markadrottning þó það sé ein umferð eftir. Hún skoraði í dag og er búin að gera 32 mörk í 19 deildarleikjum í sumar sem er mögnuð tölfræði.

Hún skoraði eitt mark í 17 leikjum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn og er núna búin að gera 32 mörk í 2. deildinni. Ótrúleg endurkoma sem gaman hefur verið að fylgjast með.

Hvernig hefur hún farið að því að skora öll þessi mörk í sumar?

„Maður skorar ekki nema með góðum liðsfélögum. Ég er sátt með mitt framlag í sumar en maður vill alltaf gera aðeins betur, eins í þessum síðustu leikjum sem skiptu mestu máli. Ég gerði mitt besta eins og allir í liðinu. Ég er nokkuð sátt með mitt persónulega."

Alda segist ekki hafa búist við þessu fyrir tímabil, að hún myndi skora svona mikið. „Markmiðið er alltaf að skora, eða leggja upp og leggja mitt af mörkum. Ég bjóst kannski ekki við alveg svona mörgum mörkum."

Alda segist ekkert vera farin að skoða framhaldið en er einhver lykill að því að skora öll þessi mörk?

„Ég tók alltaf mikið af aukaæfingum þegar ég var yngri. Ég mæti á allar æfingar og gef mig alla í hverja einustu æfingu. Svo snýst þetta um að klára færin."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar talar Alda meira um Fjölnisliðið sem hún hefur miklar mætur á.
Athugasemdir
banner
banner
banner