Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 09. september 2023 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Extravellinum
Skorað 32 mörk í 19 leikjum - „Bjóst kannski ekki við alveg svona mörgum"
Kvenaboltinn
Alda í leik með Fjölni í sumar.
Alda í leik með Fjölni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir á ekki lengur möguleika á því að komast upp í Lengjudeild kvenna eftir 1-3 tap gegn ÍR á heimavelli í dag. „Þetta eru vonbrigði," sagði Alda Ólafsdóttir, markahrókur Fjölnis, eftir leikinn.

„Við ætluðum okkur miklu betri hluti í sumar, við ætluðum upp. Þetta fór ekki alveg eins og við ætluðum okkur. Þetta er búið að vera upp og ofan í sumar."

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍR

Alda er búin að vera algjörlega frábær í sumar og það er hægt að bóka það að hún endi sem markadrottning þó það sé ein umferð eftir. Hún skoraði í dag og er búin að gera 32 mörk í 19 deildarleikjum í sumar sem er mögnuð tölfræði.

Hún skoraði eitt mark í 17 leikjum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn og er núna búin að gera 32 mörk í 2. deildinni. Ótrúleg endurkoma sem gaman hefur verið að fylgjast með.

Hvernig hefur hún farið að því að skora öll þessi mörk í sumar?

„Maður skorar ekki nema með góðum liðsfélögum. Ég er sátt með mitt framlag í sumar en maður vill alltaf gera aðeins betur, eins í þessum síðustu leikjum sem skiptu mestu máli. Ég gerði mitt besta eins og allir í liðinu. Ég er nokkuð sátt með mitt persónulega."

Alda segist ekki hafa búist við þessu fyrir tímabil, að hún myndi skora svona mikið. „Markmiðið er alltaf að skora, eða leggja upp og leggja mitt af mörkum. Ég bjóst kannski ekki við alveg svona mörgum mörkum."

Alda segist ekkert vera farin að skoða framhaldið en er einhver lykill að því að skora öll þessi mörk?

„Ég tók alltaf mikið af aukaæfingum þegar ég var yngri. Ég mæti á allar æfingar og gef mig alla í hverja einustu æfingu. Svo snýst þetta um að klára færin."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar talar Alda meira um Fjölnisliðið sem hún hefur miklar mætur á.
Athugasemdir
banner
banner