Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   mán 09. september 2024 13:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Feðgarnir fara upp úr sitthvorri deildinni
Mynd: Njarðvík
Mynd: Hafnir
Fyrir rúmri viku síðan tryggði Selfoss sér sæti í Lengjudeild karla þegar liðið innsiglaði deildarmeistaratitilinn í 2. deild.

Bjarni Jóhannsson er þjálfari Selfyssinga og hefur hann náð frábærum árangri í 2. deild síðustu ár; fór upp með Vestra, fór svo upp með Njarðvík og núna með Selfossi.

Eins og fjallað var um í síðustu viku þá hefur Robert Blakala verið í markinu hjá Bjarna í öll skiptin.

Um helgina fóru svo Hafnir upp úr 5. deildinni með því að vinna Mídas í undanúrslitum úrslitakeppninnar.

Þjálfari Hafna er Sigurbergur Bjarnason sem hefur einnig spilað með liðinu í sumar.

Sigurbergur er sonur Bjarna, fæddur 1999 og var á sínum tíma unglingalandsliðsmaður. Hann fór í gegnum erfið meiðsli og fór í kjölfarið út í þjálfun eins og hann fór yfir í viðtali við Fótbolta.net í vor.

„Að hafa þetta bara einfalt, ekkert vera að flækja þetta of mikið, þetta er bara fótbolti og þetta fer eins og þetta fer. 'Taka þetta á stemningunni'," sagði Sigurbergur spurður út í ráð frá pabba sínum sem hann nýtti sér sjálfur sem þjálfari.

Athugasemdir
banner
banner