Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   þri 16. apríl 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
'Við leggjum bara upp með léttleika og stemningu'
'Við leggjum bara upp með léttleika og stemningu'
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
'Að hafa þetta bara einfalt, ekkert vera að flækja þetta of mikið, þetta er bara fótbolti og þetta fer eins og þetta fer'
'Að hafa þetta bara einfalt, ekkert vera að flækja þetta of mikið, þetta er bara fótbolti og þetta fer eins og þetta fer'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meiðslapési sem fær sömu útrásina sem þjálfari.
Meiðslapési sem fær sömu útrásina sem þjálfari.
Mynd: Hafnir
„Mér líst mjög vel á dráttinn, hlakka mikið til að mæta ÍH og gefa þeim alvöru leik," sagði Sigurbergur Bjarnason, þjálfari Hafna, í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Dregið var í 32-liða úrslitin í Mjólkurbikarnum og fékk 5. deildar lið Hafna útileik gegn ÍH.

„Í liðinu eru strákar frá Suðurnesjum, klúbbur sem var stofnaður fyrir um tveimur árum síðan af strákum sem komust ekki eða vildu ekki leggja of mikinn alvarleika í þetta í liðunum í kring. Við leggjum bara upp með léttleika og stemningu," sagði Sibbi eins og hann er oftast kallaður.

„Þetta eru aðallega strákar úr Njarðvík og Keflavík og svo eru einhverjir að koma úr Grindavík, þannig það er mikil stemning."

Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir
Sigurbergur er 25 ára og lék á sínum tíma einn leik með Keflavík í efstu deild, sá leikur var árið 2015 og lék hann á sínum tíma sex leiki fyrir unglingalandsliðin. Hann á hins vegar einungis 20 skráða KSÍ leiki sem leikmaður.

„Ég hætti í fótbolta í hitteðfyrra, byrja síðan aftur síðasta sumar. Ég legg svo skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og svo býður Beggi (Bergsveinn Andri Halldórsson formaður) mér þessa stöðu, hvort ég væri ekki bara til í þetta og ég tók það bara. Ég er meiðslapési, búinn með fimm hnéaðgerðir; tvö krossbönd og þrír liðþófar á stuttum tíma. Ég ákvað því að það væri skynsamlegast á þessum tímapunkti að snúa sér að einhverju öðru og lagði því skóna á hilluna. Maður er kominn með fjölskyldu og annað sem skiptir kannski aðeins meira mál. En mér finnst ég fá sama 'kickið' út úr því að vera á hliðarlínunni og fá að segja mína skoðun um fótbolta og fíla þetta bara vel."

„Ég hafði kannski hugsað mér að snúa mér að þjálfun eftir tíu ár, svona 35 ára gamall, en það er bara gaman að þetta kom upp."


Fær mörg góð ráð frá föður sínum
Sibbi er sonur reynsluboltans Bjarna Jó sem þjálfar í dag Selfoss. „Ég var akkúrat búinn að hringja helling í hann fyrir þennan viðburð, hversu margir mættu mæta og svona. Við tölum mikið saman og ég fæ mörg góð ráð frá honum."

„Við áttum leik á föstudaginn, á sama tíma og Selfoss, og það kom alveg til umræðu að það væri gaman að dragast saman."


'Taka þetta á stemningunni'
Er eitthvað ráð sem þú nýtir frá pabba þínum?

„Að hafa þetta bara einfalt, ekkert vera að flækja þetta of mikið, þetta er bara fótbolti og þetta fer eins og þetta fer. 'Taka þetta á stemningunni'."

Býst við hörkuleik
Geta Hafnir unnið ÍH?

„Ég hef trú á því að við getum gefið þeim alvöru leik, ég veit lítið um þetta ÍH lið, hef ekkert séð þá spila og þeir hafa heldur ekkert séð okkur. Ég held þetta verði bara hörkuleikur," sagði Sibbi að lokum.

ÍH og Hafnir mætast í Skessunni í Hafnarfirði á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner