Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   þri 16. apríl 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
'Við leggjum bara upp með léttleika og stemningu'
'Við leggjum bara upp með léttleika og stemningu'
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
'Að hafa þetta bara einfalt, ekkert vera að flækja þetta of mikið, þetta er bara fótbolti og þetta fer eins og þetta fer'
'Að hafa þetta bara einfalt, ekkert vera að flækja þetta of mikið, þetta er bara fótbolti og þetta fer eins og þetta fer'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meiðslapési sem fær sömu útrásina sem þjálfari.
Meiðslapési sem fær sömu útrásina sem þjálfari.
Mynd: Hafnir
„Mér líst mjög vel á dráttinn, hlakka mikið til að mæta ÍH og gefa þeim alvöru leik," sagði Sigurbergur Bjarnason, þjálfari Hafna, í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Dregið var í 32-liða úrslitin í Mjólkurbikarnum og fékk 5. deildar lið Hafna útileik gegn ÍH.

„Í liðinu eru strákar frá Suðurnesjum, klúbbur sem var stofnaður fyrir um tveimur árum síðan af strákum sem komust ekki eða vildu ekki leggja of mikinn alvarleika í þetta í liðunum í kring. Við leggjum bara upp með léttleika og stemningu," sagði Sibbi eins og hann er oftast kallaður.

„Þetta eru aðallega strákar úr Njarðvík og Keflavík og svo eru einhverjir að koma úr Grindavík, þannig það er mikil stemning."

Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir
Sigurbergur er 25 ára og lék á sínum tíma einn leik með Keflavík í efstu deild, sá leikur var árið 2015 og lék hann á sínum tíma sex leiki fyrir unglingalandsliðin. Hann á hins vegar einungis 20 skráða KSÍ leiki sem leikmaður.

„Ég hætti í fótbolta í hitteðfyrra, byrja síðan aftur síðasta sumar. Ég legg svo skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og svo býður Beggi (Bergsveinn Andri Halldórsson formaður) mér þessa stöðu, hvort ég væri ekki bara til í þetta og ég tók það bara. Ég er meiðslapési, búinn með fimm hnéaðgerðir; tvö krossbönd og þrír liðþófar á stuttum tíma. Ég ákvað því að það væri skynsamlegast á þessum tímapunkti að snúa sér að einhverju öðru og lagði því skóna á hilluna. Maður er kominn með fjölskyldu og annað sem skiptir kannski aðeins meira mál. En mér finnst ég fá sama 'kickið' út úr því að vera á hliðarlínunni og fá að segja mína skoðun um fótbolta og fíla þetta bara vel."

„Ég hafði kannski hugsað mér að snúa mér að þjálfun eftir tíu ár, svona 35 ára gamall, en það er bara gaman að þetta kom upp."


Fær mörg góð ráð frá föður sínum
Sibbi er sonur reynsluboltans Bjarna Jó sem þjálfar í dag Selfoss. „Ég var akkúrat búinn að hringja helling í hann fyrir þennan viðburð, hversu margir mættu mæta og svona. Við tölum mikið saman og ég fæ mörg góð ráð frá honum."

„Við áttum leik á föstudaginn, á sama tíma og Selfoss, og það kom alveg til umræðu að það væri gaman að dragast saman."


'Taka þetta á stemningunni'
Er eitthvað ráð sem þú nýtir frá pabba þínum?

„Að hafa þetta bara einfalt, ekkert vera að flækja þetta of mikið, þetta er bara fótbolti og þetta fer eins og þetta fer. 'Taka þetta á stemningunni'."

Býst við hörkuleik
Geta Hafnir unnið ÍH?

„Ég hef trú á því að við getum gefið þeim alvöru leik, ég veit lítið um þetta ÍH lið, hef ekkert séð þá spila og þeir hafa heldur ekkert séð okkur. Ég held þetta verði bara hörkuleikur," sagði Sibbi að lokum.

ÍH og Hafnir mætast í Skessunni í Hafnarfirði á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner