Robert Blakala kom til Íslands árið 2018 og hefur spilað hér á landi allar götur síðan. Hann byrjaði í Njarðvík, fór svo í Vestra, sneri aftur til Njarðvíkur og samdi síðasta vetur við Selfoss.
Hann hefur spilað fjögur tímabil í 2. deild og í þrígang hefur hann farið upp úr deildinni, í öll skiptin hefur Bjarni Jóhannsson verið þjálfari liðsins.
Blakala er þrítugur Pólverji sem varið hefur mark Selfoss í sumar. Selfoss tryggði sér deildarmeistaratitilinn á laugardag og í tilefni þess var rætt við Blakala.
Selfoss er með átta stiga forskot á toppi 2. deildar þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið hefur unnið 15 leiki, tapað þremur og gert tvö jafntefli. Það gera 2,35 stig að meðaltali í leik. Á laugardag vann liðið 5-0 heimasigur á Hetti/Hugin sem var fjórði sigur liðsins í röð.
Hann hefur spilað fjögur tímabil í 2. deild og í þrígang hefur hann farið upp úr deildinni, í öll skiptin hefur Bjarni Jóhannsson verið þjálfari liðsins.
Blakala er þrítugur Pólverji sem varið hefur mark Selfoss í sumar. Selfoss tryggði sér deildarmeistaratitilinn á laugardag og í tilefni þess var rætt við Blakala.
Selfoss er með átta stiga forskot á toppi 2. deildar þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið hefur unnið 15 leiki, tapað þremur og gert tvö jafntefli. Það gera 2,35 stig að meðaltali í leik. Á laugardag vann liðið 5-0 heimasigur á Hetti/Hugin sem var fjórði sigur liðsins í röð.
Þá er það ekki tilviljun
„Þetta er alltaf eins. Þegar þú nærð markmiðum liðsins sem sett voru fyrir tímabilið, þá veistu að þú vannst verkefnið sem átti að vinna. Þegar þú ert búinn að því þegar tveir leikir eru eftir, þá veistu að það var ekki tilviljun, og það er mjög verðskuldað. Liðið, ásamt þjálfurum og stjórn, kláraði sína vinnu frábærlega," segir Blakala.
Andrúmsloftið lykillinn
„Ég held að lykillinn hafi verið andrúmsloftið innan félagsins, sem var fóstrað af allri stjórninni, leiddri af Guðjóni (Bjarna Hálfdánarsyni), lét okkur líða eins og einni stórri fjölskyldu frá byrjun. Svo settu þjálfararnir stefnuna sem við áttum að vinna eftir og ákvarðanir þeirra skiptu sköpum. Að lokum þá voru það við, leikmenn, sem mynduðum frábært lið í sumar."
Hvaða ákvarðanir er Blakala að tala um hjá þjálfurunum?
„Hvernig við æfðum í gegnum veturinn, hvernig við æfum núna á meðan tímabilið er í gangi og planið fyrir hvern leik. Planið var ekki alltaf það sama, heldur fór eftir andstæðingum."
Ungu strákarnir unnu sér inn fyrir tækifærinu
Hjá Selfossi eru nokkrir reynslumiklir leikmenn, fimm leikmenn sem fæddir eru á árunum 1993-1995 spiluðu stórt hlutverk en aðrir leikmenn eru fæddir 1999 og síðar - flestir fæddir 2005. Blakala var spurður hvort að klefinn hefði verið tvískiptur út af aldursbilinu.
„Klefinn var ekki skiptur upp í yngri og eldri leikmenn. Ég held að það hafi líka verið lykill að árangrinum. Ungu strákarnir frá Selfossi áttu tækifærið virkilega skilið út af þeirri miklu vinnu sem þeir lögðu á sig til að verða afl fyrir þetta lið. Það er ekki bara af því þeir eru uppaldir að þeir þurftu að fá tækifærið; þeir einfaldlega unnu sér inn fyrir því! Við, eldri leikmennirnir, reyndum að hjálpa þeim frá byrjun með því að leiðbeina þeim og þeir ungu kunnu að meta það og reyndu að nýta sér okkar leiðsögn. Ég er mjög hrifinn af tækninni sem þessir ungu leikmenn búa yfir og hvernig þeir þróuðu sinn leik á tímabilinu."
Bjarni vissi hvað hann var að gera
Í sumarglugganum fékk Selfoss mikinn liðsstyrk þegar Nacho Gil kom frá Vestra.
„Nacho er reyndur leikmaður. Bjarni vissi hvað hann var að gera þegar hann fékk hann frá Vestra fyrir seinni hlutann. Nacho sýndi gæði sín og hjálpaði okkur að fylla í skarðið sem Jón Vignir skildi eftir sig, en hann fór í háskólanám í Bandaríkjunum á miðju sumri."
Ákaflega þakklátur fyrir að hafa hitt hann
Blakala skrifaði undir tveggja ára samning þegar hann samdi við Selfoss í vetur og hann verður því áfram hjá félaginu á næsta ári; tekur slaginn í Lengjudeildinni. Lokaspurningin var svo út í sambandið við Bjarna.
„Þetta er ótrúleg saga sem ég gæti skrifað bók um. En ég ætla ekki að gera það strax; kannski náum við að bæta einhverju við hana."
„Ég endaði hjá Vestra þökk sé syni Bjarna, Sigurbergi, sem ég hitti á mínu fyrsta ári á Íslandi, í Njarðvík. Hann mælti með mér, Bjarni treysti mér og tók mig í Vestra, svo til Njarðvíkur og núna til Selfoss."
„Allir þjálfarar sem ég hef haft hafa þróað mig sem leikmann. En Bjarni er ótrúlegur einstaklingur, hann er ekki einungis mjög góður þjálfari, heldur líka frábær manneskja og sálfræðingur. Hann býr yfir reynslu sem ekki er hægt að kaupa. Hann veit hvernig á að nálgast leikmenn og búa til ótrúleg andleg tengsl í liðum sem eru hungruð í árangur."
„Ég er ákaflega þakklátur að hafa hitt hann og hafa fengið að upplifa frábær augnablik með honum," segir Blakala.
Selfoss á eftir tvo leiki í deildinni og svo tekur við undanúrslitaleikur gegn Árbæ í Fótbolti.net bikarnum.
Athugasemdir