Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 09. september 2024 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Paulinho er hættur í fótbolta
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Paulinho er búinn að leggja skóna á hilluna eftir tæpan 20 ára feril sem atvinnumaður í fótbolta.

Paulinho er 36 ára gamall og lék hann 56 landsleiki fyrir Brasilíu á ferlinum. Hann ólst upp hjá Pao de Acucar í heimalandinu en gerði garðinn frægan með Corinthians.

Hann vakti mikla athygli á sér í heimalandinu og var keyptur til Tottenham sumarið 2013. Hann átti eftir að spila fyrir Guangzhou Evergrande í Kína og spænska stórveldið Barcelona áður en hann sneri aftur heim til Corinthians og kláraði ferilinn.

Paulinho birti kveðju á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann kvaddi stuðningsfólk sitt.



Athugasemdir
banner
banner
banner